Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2012 | 09:15

TPC Sawgrass og St. Andrews Old Course í mestu uppáhaldi hjá íslenskum kylfingum af erlendum golfvöllum

Golf 1 hefir nú á því rúma ári sem það hefir verið starfandi tekið yfir 100 viðtöl við íslenska kylfinga, þar af hafa 80 birtst.  Meðal fjölmargra spurninga sem Golf 1 hefir lagt fyrir íslenska kylfinga er hver sé uppáhaldsgolfvöllurinn erlendis. Nú hefir Golf 1 unnið úr svörum þessara 80 kylfinga, sem hafa fengið viðtöl sín birt. smá könnun og þá kemur í ljós að golfvöllur „vöggu golfíþróttarinnar“ St. Andrews Old Course er ásamt TPC Sawgrass golfvellinum í Flórída í mestu uppáhaldi af því 80 íslenskra kylfinga úrtaki sem könnunin tók til.

Af 80 kylfingum sem spurðir voru sögðu 8 (10%) að Old Course St. Andrews væri í mestu uppáhaldi og sama hlutfall (10%) sögðu að TPC Sawgrass, golfvöllur the Players væri í mesta uppáhaldinu.  5 hreinlega vissu það ekki, gátu ekki gert upp á milli valla eða vildu ekki svara.

Sumir nefndu fleiri en 1 uppáhaldsgolfvöll.

Langoftast var nefndur golfvöllur í Bandaríkjunum, sem uppáhaldsgolfvöllur eða 38 sinnum (tæp 50% svara);  næstoftast vellir í Skotlandi eða 20 sinnum; 12 uppáhaldsgolfvellir voru á Spáni; 2 voru í Englandi; 2 í Frakklandi; 2 í Írlandi; 2 í Portúgal;  2 í Thaílandi; 1 í Brasilíu; 1 í Danmörku;  1 í Norður-Írlandi; 1 í Noregi; 1 í Slóveníu; 1 í Tékklandi og 1 í Þýskalandi.

Aðrir golfvellir fyrir utan St. Andrews Old Course og TPC Sawgrass sem eru í uppáhaldi hjá íslenskum kylfingum eru:

5 Carnoustie í Skotlandi.

3 Gleneagles í Skotlandi.

3 Lake Nona, Flórída, Bandaríkjunum.

2 Celebration, Flórída, Bandaríkjunum.

2 Islantilla á Spáni.

2 Kingsbarns, St. Andrews, Skotlandi.

2 Laem Chabang International, Thaílandi.

2 Villamoura í Portúgal

Aðrir vellir og flestir voru aðeins nefndir 1 sinni og verður hér raðað eftir löndum sem þeir eru í:

Bandaríkin:

1 Augusta National Golf Club.

1 Atlantis, West Palm Beach, Flórída.

1 Bethpage Black, New York.

1 Biltmore, Coral Gables, Flórída.

1 Carsten Creek, Oklahoma

1 Champions Gate, Flórída.

1 Crandon, Key Biscayne, Flórída.

1 El Dorado, Flórída.

1 Great Rock, Long Island, New York.

1 Magnolía, í Disney, Orlando, Flórída.

1 Medinah, Chicago.

1 Mystic Dunes, Flórída

1 Old Waverly, Mississippi.

1 Orange Lake vellir (Legend, Reserve, Crane Bend), í Flórída.

1 Ónefndur völlur í Naples, Flórída.

1 Palmer Course Reunion Resort, Flórída.

1 Pebble Beach Golf Links, Kaliforníu.

1 Pinehurst nr. 4, Norður-Karólínu.

1 Pinehurst nr. 6, Norður-Karólínu.

1 Providence, Flórída.

1 Shoals Musle, Alabama.

1 Stanford, Kaliforníu.

1 Stoney Brooke, Flórída.

1 Tobacco Road, Norður-Karólínu.

1 TPC Louisiana.

Brasilía:

1 Ónefndur völlur.

Danmörk:

1 Ónefndur völlur í Danmörku.

England:

London GC.

Rye Golf Course, East Sussex.

Frakkland:

Golf des Pins, Hardelot.

St. Cloud, París.

Írland: 

1 Ónefndur völlur í Dublin.

1 PGA National, í Dublin.

Norður-Írland:

Ballybunion.

Noregur:

Kristianstad.

Skotland:

1 New Course, St. Andrews.

1 Turnberry.

Slóvenía:

1 Bled

Spánn: 

1 Aloha.

1 Arcos Gardens.

1 Campoamor – Las Colinas.

1 Condado Alhama.

1 Costa Ballena.

1 El Valle, Murcia.

1 Montecastillo.

1 Parador de Golf.

1 Real Club de Sevilla.

1 Torrequebrada.

Tékkland:

Prag City.

Þýskaland:

1 Seddiner am See