Trump kom f. golfhermi í Hvíta Húsinu
Trump Bandaríkjaforseti hefir komið fyrir golfhermi í einu herbergja Hvíta Hússins.
Hann getur því spilað á öllum golfvöllum heims í herminum.
Kerfið leysir af hólmi eldri golfhermi sem Barack Obama kom fyrir í Hvíta Húsinu.
Golfhermir Trumps kostaði $50,000 (u.þ.b. 6 milljónir íslenskra króna) og hefir verið komið fyrir í persónulegum íverustað Trump- fjölskyldunnar í Hvíta Húsinu.
Á dagskrá Trump er nokkuð sem nefnist „executive time“ – þetta er tími sem ekki er skipulagður á deginum þar sem engir opinberir fundir eru haldnir. Trump ver „executive time“ sínum í að horfa á sjónvarpið, tvíta, halda óopinbera fundi og sinna símtölum, segja aðstoðarmenn hans.
Fréttastofan Axios rannsakaði 3 mánuði af dagskrá Trumps og komst að því að 60% af dagskrá hans væri „executive time“. Axios sagði einnig að Trump færi venjulega ekki úr íverustað fjölskyldunnar til skrifstofu sinnar fyrr en um kl. 11:00.
Trump tvítaði skömmu eftir að Axios birti niðurstöður sínar „að þegar hugtakið executive time væri notað þá væri hann almenn í vinnu en ekki að slappa af.“
Talsmaður Hvíta Hússins sagði að Trump hefði ekki notað nýja golfherminn sinn í „executive time“ – eða ef því væri að skipta í neitt það skipta frá því að golfherminum var komið fyrir.
The White House official said that Trump has not used his new golf simulator during executive time — or at all since it was put in.
Trump hefir spilað golf – með hefðbundnum hætti á velli utan dyra – 139 sinnum skv. greiningu The Washington Post. Þar á bæ sögðu menn þó að þetta væri ekki nákvæm talning því Trump viðurkenndi venjulega ekki að hafa spilað golf … enda var hann mikill gagnrýnandi á spilamennsku Clinton og Obama, meðan þeir gegndu forsetastörfum.
Nokkuð ljóst er þó að nú fyrir skemmstu meðan allt lokaðist vegna krafna Trump um vegg milli Mexíkó og Bandaríkjanna þá var svo mikið að gera hjá honum að hann spilaði ekki golf samfellt í 69 daga.
Hann spilaði fyrst golf 2. febrúar sl. þegar hann lék golf við Tiger Woods og Jack Nicklaus s.s. Golf 1 hefir greint frá sjá með því að SMELLA HÉR
Trump á að hafa kvartað við vini meðal á lokuninni stóð að hann saknaði Mar-a-Lago og verunnar á Flórída golfvelli sínum.
Í Hvíta Húsinu er löng hefði fyrir breytingum til þess að hliðra til fyrir áhugamálum forseta – t.a.m. fékk Dwight D. Eisenhower púttflöt – Richard M. Nixon kom fyrir keiluherbergi. Barack Obama breytti tennisvelli í körfuboltavöll og bætti við sínum eiginn golfhermi, sem einn aðstoðamaður í Hvíta Húsinu sagði að hefði hvorki verið fugl eða fiskur.
Trump gagnrýndi Obama sleitulaust í forsetatíð þess síðarnefnda fyrir að verja of miklum tíma við að spila golf. „Er hægt að trúa því með öllum þeim vandamálum og erfiðleikum sem Bandaríkin standa frammi fyrir að Obama forseti skuli verja deginum í golfleik?“ skrifaði Trump á Twitter, í október 2014.
Í forsetatíð sinni hefir Trump, hins vegar spilað golf oftar en Obama gerði: Obama spilaði u.þ.b. 38 golfhringi á ári sbr. næstum 70 sem Trump hefir spilað. Og það er bara golf utanhúss. Ekki er hægt að nálgast upplýsingar hversu miklum tíma Trump ver í golfherminum.
Á þeim 16 golfvöllum sem Trump á víðsvegar í heiminum eru 3 golfhermar frá fyrirtækinu Trackman, en fyrirtækið vildi ekki tjá sig um hvort um golfhermi frá þeim væri að ræða í Hvíta Húsinu.
Hins vegar virka flestir golfhermar svipað – menn slá í skjá eða tjald á ýmsum völlum; sem golfhermirinn geymir og það tekur u.þ.b. klukkustund að spila einn, en 3 – 3 1/2 tíma ef spilað er með 3 spilafélögum.
Aðalmyndagluggi: Trump slær golfhögg á íþróttadegi Hvíta Hússins, 2018.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024