Trump spilaði m/Tiger og Nicklaus
Þrátt fyrir að stjörnum prýtt lið kylfinga hafi tekið þátt í mótum sl. viku á Evróputúrnum og PGA Tour þá voru allra augu í Júpíter, Flórída en ekki í Sádí Arabíu eða Arizona.
Þar tóku nefnilega Bandaríkjaforseti Donald Trump, Tiger Woods og Jack Nicklaus hring!
Það var Trump, sem bauð golfgoðsögnunum tveimur að spila við sig á golfvelli í eigu sinni, sem einnig ber nafn hans núna þ.e. Trump National golfklúbbinn.
Og Trump þurfti auðvitað að tvíta um hringinn sl. laugardag!
Tvítið var svohljóðandi:
„Great morning at Trump National Golf Club in Jupiter, Florida with @JackNicklaus and @TigerWoods!„
Trump National golfklúbburinn þar sem þremenningarnir spiluðu er með sama æfingasvæði og The Bear Club sem er í eigu Nicklaus og Tiger býr og æfir þarna á þessu svæði, líka.
Oh, það hefir örugglega ekki verið gaman fyrir Gullna Björninn og Tígerinn að spila við svona meðalskussalummu eins og Trump!
En þetta er það sem fylgir víst forréttindabísum auðs og valda.
Trump National golfklúbburinn í Jupiter hét áður Ritz-Carlton Golf Club & Spa og Trump hefir áður notað völlinn til þess að spila við fræga kylfinga, t.a.m. forsætisráðherra Japan Shinzo Abe, 11. febrúar 2017.
Aðalvöllur klúbbsins er hannaður af Gullna Birninum og er 7,242-yarda þ.e. 6,622 metra langur!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024