Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2011 | 19:00

Ungi, ítalski ástríðukylfingurinn: Matteo Manassero – IV. hluti

Binaghi (þjálfari Matteo Manassero) segir að nákvæmin sé ekki mikilvægasti hæfileiki Matteo Manassero. „Matteo var fæddur með eitthvað í sér sem gerir hann sérstakan,” segir hann. „Bara af eiginn hvötum er vilji hans sterkur til þess að verða frábær kylfingur. Hann einbeitir sér að því og engu öðru.  Engar afsakanir, ekkert drama, hann ætlar bara að koma sér þangað. Þegar hann hefir tækifæri til þess að „performera“, þá vill hann skara fram úr og hann veit hvernig á að gera það. Þetta er ekki nokkuð sem hann skilgreinir sem eitthvað sérstakt. Það væri erfitt fyrir kylfing, sem elst upp á Ítalíu að vita þetta. Edoardo sigraði US Amateur [árið 2005], en það er eina dæmið.  Matteo trúir á sjálfan sig, en ég hvet hann til þess að hafa enn meiri trú á sér.”

Með þessu hugarfari fór Matteo inn í British Amateur á Formby linksaranum árið 2009, þegar hann spilaði 6 hringi og vann. Þetta var mótið sem fékk honum réttinn til þess að spila á Opna breska og Masters, þar sem hann var á lægsta skori allra áhugamanna. Á Turnberry deildi hann 13. sætinu með Watson, en þeir spiluðu saman fyrstu 36 holurnar.

„Það var svo fallegt að sjá Tom spila fullkomið golf,” sagði Matteo. „Mér leið eins og ég hefði vaxið úr grasi bara til þess að spila þessa 2 hringi (með honum). Framkoma Tom var líka fullkomin gagnvart mér. Hann kom algerlega rétt fram við mig alveg frá byrjun, í þeim skilningi að hann var ekki með einhvern þrýsting á mig. Hann er risi í golfheiminum en með litlum hlutum út á velli kom hann fram alveg eins og hann væri hver annar náungi. Seinna sagði hann mér að ég ætti bara að halda áfram að vera eins og ég væri. Það er mikilvægt að heyra svona hluti frá frábærum kylfingi. Ég augljóslega er mjög hrifinn af honum, sem kylfing.“

Manassero „hefir ástríðu fyrir golfi” sagði Watson. „Það er einmitt það sem ég leita eftir í ungum kylfingum. Það er hægt að bæta við tækni, en ef þá skortir golfástríðuna, þá hef ég áhyggjur. Matteo hefir hana.”

Þegar Matteo deildi 36. sætinu  s.l. apríl í Augusta, þá var hann búinn að ákveða að gerast atvinnumaður. Á 6. móti sínu sem atvinnumaður varð hann 3. og fékk kortið sitt á Evróputúrnum. Í næsta mánuði var skor hans á lokahring móts 67 og hann vann það með 4 höggum. Til að sigra oftar og hafa yfirburði á heimsvísu þá eru flestir sammála um að Matteo verði að bæta við lengd, hæð og extra spinni, sem skapar smá rúm fyrir mistök við erfiðustu aðstæður. Dræv hans eru að meðaltali ekki nema 272 yarda /249 metra að lengd – hann er í 146. sæti hvað lengd á túrnum varðar – heilum 46 yördum/ 42 metrum á eftir (Alvaro) Quiros.

Binaghi hefir gert smávegis leiðréttingar – að fá hann til þess að sveifla kylfunni innar til þess að fá meiri bratta á niðursveifluna og fá hann til að slá boltann meira í uppsveiflunni með drævernum – en að mestu leyti trúir hann því að krafturinn muni koma með eðlilegum hætti eftir því sem Matteo styrkist – hann náði 6 ft/  1,83 metra hæð í ár – og vegna liðleika hans og æfinga hjá þjálfaranum Massimo Messina, sem er þríþrautarmaður, þá hefir Matteo bætt axlarsnúning sinn og minnkað mjaðmarsnúning.  Hann hefir líka grennst svolítið.  Í holukeppninni í vor var Manassero stundum aðeins pínulítið aftar en Stricker og var stundum lengri en Luke Donald.

„Ég þekki styrkleika mína og veikleika” segir Matteo. „Ég mun aldrei hætta að gera það sem ég er bestur í – að slá beint – (innskot: kanadíski kylfingurinn Mo Norman yrði nú aldeilis glaður að heyra þetta!) … en ef ég veit að ég get fengið boltann til þess að fljúga lengra og hærra þá hjálpar það til á lengri völlunum.” Stuttur eða langur, Manassero hreyfir sig á vellinum með ákveðnu öryggi og spilar yndislega útfært golf. Sveifla hans er „smooth” þ.e. mjúk, býr yfir þokka og er samhæfð.  Honum er ætlað þetta. Hann geislar frá sér gleði.