Gunnlaugur Árni
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2021 | 08:00

Unglingamótaröð GSÍ 2021: Perla Sól og Gunnlaugur Árni stigameistarar

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, er stigameistari 2021 á unglingamótaröð GSÍ í flokki 15-16 ára stúlkna.

Perla Sól sigraði á öllum fimm mótum tímabilsins og varð Íslandsmeistari í holukeppni og höggleik.

Berglind Erla Baldursdóttir, GM, varð önnur á stigalistanum. Hún lék á öllum fimm mótum tímabilsins og varð einu sinni í öðru sæti og fjórum sinnum í þriðja sæti.

Sara Kristinsdóttir, GM, lék á öllum fimm mótum tímabilsins. Hún varð þrívegis í öðru sæti og einu sinni í fjórða sæti.

Alls tóku 20 keppendur þátt í þessum aldursflokki á tímabilinu.

Stigalisti 15-16 ára stúlkur:

___________________________________________________________________

Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, er stigameistari unglinga 2021 í flokki 15-16 ára pilta.

Gunnlaugur Árni lék á öllum fimm stigamótum tímabilsins og hann sigraði á þremur þeirra og varð tvívegis í öðru sæti. Hann sigraði á Íslandsmótinu í golfi 2021 í sínum aldursflokki.

Skúli Gunnar Ágústsson, GA, varð annar. Hann tók þátt á öllum fimm mótum tímabilsins. Hann sigraði á einu þeirra, varð tvívegis í öðru sæti og á topp 5 á hinum tveimur mótunum.

Veigar Heiðarsson, GA, varð þriðji. Hann tók þátt á öllum fimm mótum tímabilsins. Veigar sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni, hann var þrívegis í þriðja sæti og einu sinni í því fjórða.

Stigalisti 15-16 ára piltar: