Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2024 | 18:00

Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára

Íslandsmót unglinga 2024 í holukeppni fór fram á Kirkjubólsvelli, í Sandgerði, dagana 24.-26. ágúst 2024.

Úrslitin réðust mánudaginn 26. ágúst.

Til úrslita í piltaflokki 17-18 ára léku Veigar Heiðarsson, GA, og Valur Snær Guðmundsson, GA. Þar hafði Veigar betur 3/2.

Guðjón Frans Halldórsson, GKG og Skúli Gunnar Ágústsson, GK, léku um bronsverðlaunin þar sem að Guðjón Frans sigraði 2/1.

Sjá má úrslit í piltaflokki Íslandsmótsins í holukeppni með því að SMELLA HÉR: