Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2012 | 11:30

Unglingar í GS í æfingaferð á Costa Ballena

Þann 16. mars s.l. fór  25 manna hópur GS-inga til Spánar, nánar tiltekið til Costa Ballena sem staðsett er syðst á Spáni. Um æfingaferð GS-unglinga er að ræða en 16 unglingar, 8 foreldrar og golfkennari GS fara í ferðina. Krakkarnir hafa safnað fyrir þessari flottu ferð í allan vetur með hinum ýmsu fjáröflunarleiðum og hafa margir orðið varir við söfnun þeirra.

Mynd: Erla Þorsteinsdóttir

Golfsvæðið á Costa Ballena er talið eitt af betri golfsvæðum Evrópu en það er hannað af US Masters meistaranum Jose Maria Olazabal. Golfvöllurinn er 27 holur auk 9 holu par-3 holu vallar. Æfingasvæði vallarins er eitt það stærsta og besta á Spáni en svæðið er flóðlýst og geta 140 manns verið við æfingar í einu. Landslið Spánar nota svæðið mikið til æfinga yfir vetrartímann.

Mynd: Erla Þorsteinsdóttir.

Meðfylgjandi mynd setti Erla Þorsteinsdóttir golfkennari inn á Facebook fyrir 1 klst síðan, en það sýnir að ansi hvasst er á Spáni, þar sem vindurinn tekur vel í fánanna, m.a. þann íslenska, sem er lengst til vinstri:

Mynd: Erla Þorsteinsdóttir.