Unglingarnir í æfingaferð GSÍ til Eagle Creek 2012.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2012 | 18:00

Unglingar í afrekshóp GSÍ komnir heim úr æfingaferð til Eagle Creek í Flórida

Níu af okkar fremstu unglingum í golfi, sem landsliðsþjálfarinn, Úlfar Jónsson, valdi í afrekshóp GSÍ 2012, sneru heim í fyrradag eftir vel heppnaða æfingaferð til Eagle Creek í Flórída. Unglingarnir sem í ferðinni voru, eru:  Birgir Björn Magnússon GK, Gísli Sveinbergsson GK,  Bjarki Pétursson GB, Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR, Haraldur Franklín Magnús GR, Ragnhildur Kristinsdóttir GR, Sunna Víðisdóttir GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK. Með í för var Úlfar Jónsson og aðstoðarmaður hans Brynjar Eldon. Einnig var okkar fremsti kylfingur, Birgir Leifur Hafþórsson GKG, með en hann er að undirbúa sig fyrir Áskorendamótaröð Evrópu og svo heimsótti Ólafur Björn Loftsson hópinn, en hann stundar nú nám í Charlotte í Norður-Karólínu.

Sjá má myndir úr ferðinni með því að smella HÉR: