Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2012 | 07:30

Uppáhalds YouTube Golf myndskeiðin

Golf Digest hefir tekið saman samsafn golfmyndskeiða af YouTube og birt nokkur þeirra bestu, sem þeir segja að séu í miklu uppáhaldi hjá þeim.

Þar gefur m.a. að líta konu sem slær á par-3 braut og fer næstum því, með áherslu á næstum því holu í höggi. Gott fyrir þá sem þekkja þá ergilegu tilfinningu!

Í öðru myndskeiði gefur að líta 10 flottustu geðvonskuköstin á golfvellinum – enn öðru stríðsgolf, tennisgolf, minigolf og ekki missa af myndskeiðinu af 400 yarda par-3 holunni á Legend golfvellinum í Limpopo í Suður-Afríku, sem Pádraig Harrington reynir við eða því þegar David Coulthard reynir að grípa golfbolta sem sleginn er með kappakstursbílnum sínum – allt er nú til!

19. holan á Legends golfvellinum í Limpopo í Suður-Afríku

En sjón er sögu ríkari. Til þess að sjá myndskeiðin 18  SMELLIÐ HÉR: