16. brautin á Augusta National –
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2014 | 17:30

Upphaf the Masters (2/2)

Þann 15. júlí 1931, var í fréttum í  The Augusta Chronicle að Bobby Jones hefði valið Augusta sem nýjan völl sinn.

Bobby Jones byggir draumagolfvöll sinn á landareign Berckmans” sagði í forsíðufrétt en henni fylgdi grein íþróttafréttaritara Atlanta, O.B. Keeler, sem var vinur Jones og skrifaði síðar ævisögu hans.

Svo undarlegt sem það hljómar tók bygging Augusta National minna en 2 ár. Völlurinn opnaði í desember 1932 fyrir takmörkuðu spili og formleg opnun var 2 mánuðum síðar.

Að fá menn til að ganga í nýja golfklúbbinn reyndist erfiðara í kreppunni en Jones og Roberts lifðu kreppuna af …. og klúbburinn þeirra líka.

Aðalatriðið var að halda fínt mót á vellinum. Upphaflega sóttust þeir eftir að fá að vera mótsvöllur Opna bandaríska, en ekki varð af fjölda ástæðna.

Þannig að Jones og Roberts ákváðu að þeir yrðu að stofna til síns eigins móts, sem halda skyldi ár hvert.

Þegar Jones fór á teig á fyrsta hring 1934 var hann enn að keppa.  Hann var í huga almennings og pressunnar sá sigurstranglegasti.

„Það eru bara allir á móti Bobby“ sagði í fyrirsögn í The (Augusta) Chronicle 22. mars 1934 (næstum fyrir 80 árum upp á dag)!“

„Hann verður undir þungri pressu í fyrsta sinn frá árinu 1930,“ sagði einn besti golffréttari allra tíma Grantland Rice í The American Golfer. „Enginn getur sagt fyrirfram hvernig stressið fari í hann, og í hvernig andlegu ástandi hann verður þegar það eru svo margir ungir og upprennandi og svo margar stjörnur, sem allar eru „á eftir höfuðleðri hans“ (þ.e. að reyna að sigra hann).“

Í raun vissi enginn við hverju var að búast af Jones. Hann var á 1 undir pari, 71 höggi, á æfingahring og nokkrum vikum fyrir mótið hafði hann verið á frábærum 65 höggum.

Hvort Jones myndi yfir höfuð spila var vafaatriði. Skv. klúbbnum vildi hann bara starfa sem starfsmaður hans og vildi helst ekki spila. En þar sem hann var félagi í nýja klúbbnum sínum fannst honum hann knúinn til þess.

„Lokarökin, sem sannfærðu Bob um að spila, eða svo sagði hann, voru þau sem ég hélt að honum, en þau voru að hann gæti ekki verið að bjóða golfvinum sínum að spila nýja völlinn sinn og neita síðan að spila við þá,“ skrifaði Roberts í bók sína, The Story of the Augusta National Golf Club.

Eins voru áhrif Bobby Jones þau sömu og Tiger í dag. Hann laðaði að sér áhorfendur hvar sem hann spilaði.  Í The Chronicle stóð  að 900 bílar frá 38 ríkjum Bandaríkjanna og þar að auki Kanada hefðu farið í gegnum hlið Augusta… en hann olli síðan engum fögnuði meðal áhorfenda sinna með hring upp á 76 högg. Með þetta skor var hann aðeins um miðbik þátttakenda og 6 höggum á eftir forystuþríeyki en þar á meðan var Horton Smith, sem síðan vann mótið.

Það sem var að leik Jones, skv. Keeler voru púttin. Hann þarfnaðist 35 pútta á hringnum, sem var mun meira en hann þurfi á hring þegar hann var upp á sitt besta. Leikur hans með löngu járnin var hins vegar fínn, skv. Keeler.

Jones sló á flöt á par-5 fjórðu holu Augusta (sem nú er nr. 13) og tvípúttaði fyrir fulgi. Á 11. holu (sem nú er nr. 2) sló hann „brassie högg á flöt, en þripúttaði.“

Stutta spilið hjá Jones var slæmt. Hann bætti sig á 2. hring þegar hann lék á 2 yfir pari, 74 höggum, en var 8 höggum á eftir Smith.

Á 3. hring var spilafélagi hans Walter Hagen og Jones var á sléttur pari 72 höggum en tapaði í baráttunni við Hagen, sem var með 70 á hringnum. Fyrirsögnin í The (Augusta) Chronicle var eftirfarandi: „Jones gefur frá sér lokasjénsinn.“

Á lokahringnum var Jones enn á 72 höggum, og lauk mótinu á 6 yfir pari, 294 höggum, 10 höggum á eftir Smith. Hann var jafn öðrum í 13. sæti, sem var besti árangur hans í þeim 12 Masters mótum, sem hann tók þátt í.

Þetta var í eina skiptið sem hann keppti í hin skiptin lék hann aðeins sýningargolf.

Hvernig leit Bobby Jones sjálfur á frammistöðu sína í keppnismóti sínu 1934?

„Ég held að rétta orðið sé: léttir,“ sagði Matthew, sagnfræðingurinn. „Annað orð sem myndi lýsa þessu: stoltur. Hann lék í upphafsmóti golfvallar síns, sem hlaut umfjöllun þeirra sem þekktu muninn á golfvelli sem veitir innblástur og golfvelli sem bara er krefjandi.“ Augusta var hvorutveggja.

Nýtt mót var komið á kortið: The Masters á Augusta National.

„Ég hugsa að Jones hafi verið ánægður með að hafa komið því í verk sem hann ætlaði sér,“ sagði Matthew (sagnfræðngur). „Eftir það gat hann bara farið í felur um stund (og spilað bara golf með vinum sínum en ekki keppt).“

Eftirmáli:

Bobby Jones hætti öllu keppnisgolfi 28 ára og þátttaka hans í  1. Masters mótinu var eina undantekning hans á því.  Hann fór að vinna á lögmannsstofu föður síns í Atlanta, en Jones var lögfræðingur að mennt. Árið 1948 hætti Jones alfarið að spila golf en þá lamaðist hann eftir erfið veikindi og varð eftir það að vera í hjólastól. Bobby Jones dó 18. desember 1971, 69 ára að aldri.