Íslandsmeistarar í Sveitakeppni GSÍ 2012, sveit GKG !!!
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2012 | 01:45

Úrslit eftir 1. dag sveitakeppna GSÍ – 1. deild karla

Niðurstöður eftir 1. dag í sveitakeppni GSÍ í 1. deild karla var eftirfarandi:

1. deild karla – Spilað er á Hólmsvelli í Leiru (hjá GS)

Í 1. deild keppa 8 sveitir (sveitir GK, GKG, GKJ, GL, GS, GSE og GV) og og fóru jafnmargir leikir fram í dag á fyrsta degi sveitakeppninnar.

A-Riðill (Í þeim riðli keppa GR,GS, GSE og GV)

Það bar helst til tíðinda í dag í A-riðli 1. deildar karla hversu vel sveit GSE lék. Sveit GSE vann báðar viðureignir sínar fyrst gegn GV (GSE hlaut 4 vinninga gegn 1 GV; en nýkrýndur klúbbmeistari GV, Örlygur Grímur Helgason vann leik sinn við klúbbmeistara GSE, Hrafn Guðlaugsson 3&2). Síðan í næsta leik sínum sigraði sveit GSE gríðarsterka sveit GR hlaut 3 vinninga gegn 2 vinningum GR. Stig GR unnust þannig að Stefán Már Stefánsson og Arnór Ingi Finnbjörnsson unnu þá Björgvin Kristjánsson og Ragnar Þór Ragnarsson 7&5 í fjórmenningi og Þórður Rafn Gissurarson var síðan sá eini í sveit GR, sem vann leik sinn í tvímenningi gegn Ólafi H. Jóhannessyni 5&4.

GR-ingar voru þar áður búnir að fá fullt hús stiga gegn heimamönnum í GS þe.e. 5 vinninga gegn 0 hjá GS. Viðureign sveita GS og GV fór þannig að heimamenn í GS hlutu 3 vinninga gegn 2 hjá GV.  GV tapaði því báðum leikjum sínum.

Staðan í A-riðli 1. deildar eftir 1. dag er því eftirfarandi:

1. sæti GSE  (vann 2 sveitir og  7 leiki af 10)

2. sæti GR ( vann 1 sveit og 7 leiki af 10)

3. sæti GS (vann 1 sveit og 3 leiki af 10)

4. sæti GV (tapaði fyrir 2 sveitum og vann 3 leiki af 10)

————————————————————–

B-Riðill (Í þeim riðli keppa GK, GKG, GKJ og GL)

Það er gaman að sveit GK, sem að stærstum hluta er skipuð piltum undir 22 ára.  Eina undantekningin er Ingi Rúnar Gíslason, sem átti þátt í sigri sveitarinnar gegn gamla félaginu sínu GKJ. GK sigraði GKJ með 4 vinningum gegn 1. Það var Theódór Karlsson, GKJ sem vann leik sinn gegn Rúnari Arnórssyni, GK. Sveit GK rétt tapaði síðan fyrir mun reynslumeiri GKG-ingum með 3 vinningum gegn 2. Íslandsmeistarinn nýkrýndi í holukeppni unglinga í flokki 15-16 ára, Birgir Björn Magnússon og Gísli Sveinbergsson Íslandsmeistari í höggleik unglinga í flokki 15-16 ára unnu sinn leik í fjórmenningi gegn þeim Ottó Sigurðssyni og Kjartani Dór Kjartanssyni, 3&1 og Rúnar Arnórsson vann Sigmund E. Másson.  GKG rétt marði síðan sveit GL með 3 vinningum gegn 2. Í viðureign GKJ og GL vann sveit GKJ með 3 vinningum gegn 2 hjá GL.

Staðan í B-riðli 1. deildar eftir 1. dag er því eftirfarandi:

1. sæti GKG (vann 2 sveitir og  6 leiki af 10)

2. sæti GK ( vann 1 sveit og 6 leiki af 10)

3. sæti GKJ  (vann 1 sveit og 4 leiki af 10)

4. sæti GL (tapaði fyrir 2 sveitum og vann 4 leiki af 10)