Íslandsmeistarar í Sveitakeppni GSÍ 2012, sveit GKG !!!
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2012 | 12:30

Úrslit í Sveitakeppni GSÍ – 1. deild karla – Sveit GKG-inga Íslandsmeistarar!!!

Í 1. deild karla í ár í Sveitakeppni GSÍ kepptu sveitir eftirfarandi klúbba: GK, GKG, GKJ, GL, GR, GS, GSE og GV. Keppnin fór fram á Hólmsvelli í Leiru.

Sveit GKG vann nokkuð sannfærandi sigur í úrslitaviðureigninni við GSE, 4&1. Segja má að  GSE, sé sú sveit sem hafi komið  hvað mest á óvart. Sveit GSE tókst aðeins að sigra í 1 leik gegn fyrnasterkri sveit GKG en Helgi Birkir Þórisson, GSE vann Guðjón Henning Hilmarsson 1&0.

GK og GR mættust í viðureigninni um 3. sætið og þar hafði GR betur 3&2. Í leik um 5. sætið sigraði sveit heimamanna í GS, sveit GKJ 3&2 og í leik um 7. sætið sigraði GL sveit GV, 3&2 en báðar sveitir leika í 2. deild á næsta ári.

Úrslit í Sveitakeppni GSÍ – 1. deild karla voru eftirfarandi:

1. sæti  Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2. sæti  Golfklúbbur Setbergs
3. sæti Golfklúbbur Reykjavíkur
4. sæti  Golfklúbburinn Keilir
5. sæti  Golfklúbbur Suðurnesja
6. sæti  Golfklúbburinn Kjölur
7. sæti  Golfklúbburinn Leynir
8. sæti  Golfklúbbur Vestmannaeyja