Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2020 | 23:30

Úrtökumót f. LET 2020: 20 hlutu keppnisrétt á LET

Tuttugu stúlkur tryggðu sér keppnisrétt á bestu kvenmótaröð Evrópu, Ladies European Tour (skammst.: LET) keppnistímabilið 2020, í gær, 26. janúar 2020.  Þeirra á meðal varð Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK.

Fimm efstu af þessum 20 komust í flokk 5c og hljóta því þátttökurétt í öllum mótum LET 2020. Þetta eru sigurvegarinn Amy Boulden frá Wales; Magdalena Simmermacher frá Argentínu, sem varð í 2. sæti; Alison Muirhead frá Skotlandi (3. sæti); Kim Metraux frá Sviss (4. sæti) og enski kylfingurinn Alice Hewson (5. sæti).

Sigurvegari mótsins, Amy Boulden 26 ára, frá Llandudno í Wales  er reynslubolti og langt frá því að vera „ný“ á LET. Hún var valin nýliði ársins á LET fyrir 6 árum, þ.e. 2014 og var búin að setja sér það markmið að vera á 12 undir pari í lokaúrtökuótinu. Hún var ekki langt frá því, sigraði á góðu skori upp á samtals 10 undir pari. Hún snýr aftur á LET eftir nokkra fjarveru, m.a. eftir að hafa spilað á Symetra Tour á sl. ári.

Sú sem varð í 2. sæti Magdalena Simmermacher, 23 ára, er frá Buenos Aires í Argentínu og er 2. Argentínukonan til að spila á LET.

Í 3. sæti varð síðan Alison Muirhead, sem er 21 árs Skoti, sem býr í Dubaí. Henni fannst sér ganga illa og bjóst ekki við að komast í gegn og verða í flokki 5c.

Kim Metraux frá Sviss varð í 4. sæti, en hún á systur, Morgan sem einnig náði inn á LET; varð í 14. sæti. Ekki á hverjum degi sem systur spila á lokaúrtökumóti og ná báðar í gegn … og það frá Sviss!!! Kim var óhrædd því hún hefir spilarétt á Symetra Tour og vissi að hún myndi hafa fasta mótaröð til að spila á og það olli því að hún gat spilað nokkuð áhyggjulaus.

Alice Hewson, frá Hertfordshire í Englandi varð síðan sú síðasta sem náði inn í flokk 5c.

Þeir 15 kyflingar sem komust í flokk 8a eru Maiken Bing Paulsen frá Noregi, Sarina Schmit frá Þýskalandi, Casandra Danielle Hall frá Suður-Afríku, Nobuhle Dlamini fyrsti kylfingurinnfrá Swaziland til að spila á LET, Anne-Charlotte Mora frá Frakklandi, Pia Babnik frá Slóveníu, sem jafnframt var yngsti kylfingur til þess að komast á LET, aðeins 16 ára; Filippa Moork frá Svíþjóð, Carolin Kauffmann frá Þýskalandi, Morgane Metraux frá Sviss, Sophie Hausmann frá Þýskalandi, EunJung Ji frá Kóréu, Guðrún Brá Björgvinsdottir frá Íslandi, Tiia Koivisto frá Finnlandi, Charlotte Thomas frá Englandi og Monique Smit from Suður-Afríku.

Smit tryggði sér 20. kortið með fugli á 2. holu bráðabana á 18. holu Suðurvallar La Manga, sem þær 4, sem urðu í 20. sæti urðu að fara í til þess að skera úr um hver þeirra hlyti 20. og síðast sætið inn á LET.

Þær sem duttu út eru Manon Gidali frá Frakklandi, Leonie Harm frá Þýskalandi og Mireia Prat frá Spáni.

Þær 20 stúlkur, sem náðu inn á LET voru frá 12 löndum; flestar eða 3 frá Þýskalandi, 2 frá Englandi, S-Afríku og Sviss og síðan frá Argentínu, Finnlandi, Frakklandi, Íslandi, Kóreu, Noregi, Skotlandi, Slóveníu, Svíþjóð, Swazilandi og Wales.

Fyrsta LET mótið 2020 fer fram 20. febrúar n.k. í Ástralíu þ.e. Australian Ladies Classic Bonville í New South Wales.

Golf 1 mun kynna þær 60 sem léku á lokaúrtökumótinu; einnig þær 40 sem komust í flokk 9 og hefjast kynningarnar á stúlkunum 60 á morgun.

Í aðalmyndaglugga: Þær 19, sem léku á samtals 3 yfir pari eða betra á lokaúrtökumótinu og komust á LET. Á myndina vantar Monique Smit. Guðrún Brá er í fyrstu röð lengst til hægri í fjólubláum jakka. Mynd: LET