Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2012 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra sigraði á Chris Banister Gamecock Classic

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2012, tók þátt í Chris Banister Gamecock Classic mótinu. Mótið fór fram 2.-4. september 2012 í Huntsville, Alabama og lauk í gær með sigri Valdísar Þóru, sem varð í 1. sæti í einstaklingskeppninni og í 1. sæti með Texas State Bobcats, liði sínu. Tvöfaldur sigur hjá Valdísi Þóru í upphafi keppnistímabilsins. Glæsilegt!!!

Valdís Þóra spilaði á samtals 219 höggum (74 72 73).

Fjallað er um sigur Bobcats á íþróttavefsíðu Texas State og menn að vonum afar ánægðir þar!  SMELLIÐ HÉR: 

Golf 1 óskar Valdísi Þóru innilega til hamingju með sigurinn!!!

Sjá má úrslit í mótinu með því að SMELLA HÉR: