Verður Ian Poulter heimsmeistari í holukeppni 2013?
Nú er ljóst hverjir þeir 4 eru sem komnir eru áfram í fjórðungsúrslit á heimsmótinu í holukeppni….
og þá fara golffréttamenn að spá og spekúlera í því hver komi til með að standa uppi sem heimsmeistari.
Sean Martin hjá Golfweek spáir því að Hunter Mahan sigri Ian Poulter 1&0 og Matt Kucher verði síðan heimsmeistari eftir sigur á Hunter Mahan og sigur Kucher þar áður á Jason Day 3&2. Úrslit Kucher-Mahan -> Kucher sigrar. Sjá rökstuðning fyrir því með því að SMELLA HÉR:
Ofangreind spá er dæmigerð fyrir bandaríska golffréttamiðla að spá því að báðir bandarísku kylfingarnir standi eftir í úrslitum!
En líkurnar á hvernig þetta fer eru fleiri:
Tilgátu Sean Martin mætti snúa við Ian Poulter sigri Hunter Mahan 1&0 og Matt Kucher verði síðan heimsmeistari eftir sigur á Ian Poulter í úrslitum og þar áður á Jason Day 3&2. Úrslit Kucher-Poulter -> Kucher sigrar.
Eins mætti halda í spá Martin að því leyti að Mahan hafi betur gegn Poulter 1&0 en Day rétt hafi Kucher 1&0 og vinni síðan Mahan 1&0 í úrslitum. Jason Day verði heimsmeistari. Úrslit Day-Mahan -> Day sigrar.
Þessu mætti snúa við þannig að Poulter hafi betur gegn Mahan 3&2. Og Day hafi síðan betur gegn Poulter eftir að hafa rétt marið Matt Kucher 1&0. Jason Day verði heimsmeistari. Úrslit Day-Poulter -> Day sigrar.
Þessu mætti síðan enn snúa svona Mahan sigrar Poulter 1&0. Jason Day hefir betur gegn Matt Kucher 1&0. Mahan ber síðan sigurorð af Day 1&0. Allir leikirnir fara í bráðabana Mahan verður heimsmeistari. Úrslit Mahan-Day -> Mahan sigrar.
Snúum þessu enn við: Mahan sigrar Poulter 1&0. Matt Kucher hefir betur gegn Jason Day 3&2 eins og Martin spáir. En tvistið við spá Sean Martin er að Mahan sigrar Kuch 1&0 með minnsta mun eftir nokkrar bráðabanaholur. Hunter Mahan verður heimsmeistari 2. árið í röð og tekst að endurtaka afrek Tiger 2003-2004 þegar hann varð heimsmeistari 2 ár í röð. Úrslit Mahan-Kucher -> Mahan sigrar.
Enn annar möguleiki er svona Ian Poulter sigrar Hunter Mahan 1&0 og Matt Kucher hefir betur gegn Jason Day 2&1. Poulter hefir síðan betur gegn Kucher 1&0. Ian Poulter verður heimsmeistari. Úrslit Poulter-Kucher -> Poulter sigrar.
Lokamöguleikinn er svona Ian Poulter sigrar Hunter Mahan 3&2 og Jason Day rétt mer Matt Kucher 1&0. Poulter hefir siðan betur gegn Day 1&0. Ian Poulter verður heimsmeistari. Úrslit Poulter-Day-> Poulter sigrar.
Já möguleikarnir á úrslitum eru þessir 8 ofangreindu og við á Golf 1 höllumst að tveimur síðargreindu – Ian Poulter verði heimsmeistari í 2. sinn, en kannski er það bara óskhyggja, svona af því að hann er eini Evrópubúinn í úrslitum …..svona til mótvægis við allar þessar bandarísku spár, þó vissulega væri gaman að sjá Mahan verða heimsmeistara tvö ár í röð, Kuch sé í tveimur orðum frábær holukeppnismaður og Jason Day…. maður skyldi aldrei afskrifa þennan ástralska snilling.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024