Viðtalið: Erlingur Arthúrsson, formaður GHG.
Það er Erlingur Arthúrsson, formaður Golfklúbbs Hveragerðis sem situr fyrir svörum í dag. Hér fer viðtalið við Erling:
Fullt nafn: Erlingur Arthúrsson.
Klúbbur: GHG.
Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist á Ísafirði, 20. febrúar 1961.
Hvar ertu alinn upp? Ég fór frá Ísafirði 25 ára gamall til Þýskalands; var fyrst í Hannover og síðan 9 ár í München.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður – er einhver í fjölskyldunni í golfi? Ég er fráskilinn og á 2 stráka, en þeir eru ekki í golfi.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég var eitthvað í kringum 20 ára þegar ég byrjaði að slá aðeins. Svo var ég 1 ár í Golfklúbbi Ísafjarðar (GÍ) árið 1985 , en spilaði ekki aftur fyrr en 2000 þegar ég kom í Hveragerði.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Mér finnst þetta bara skemmtileg íþrótt – ég er mikill keppnismaður og var í öllum íþróttum sem krakki. Ég keppti hér áður fyrr á skíðum.
Hvað starfar þú? Ég er sjúkranuddari á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands.
Hvort finnst þér skemmtilegri skógar- eða strandvellir? Skógarvellir – því maður þarf að hugsa meira þegar maður stendur á teig.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Holukeppni – því það er keppni maður á mann.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Fyrir utan Gufudalsvöll eru það Vestmannaeyjavöllur og Hvaleyri ykkar Keilismanna.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Það er Great Rock í Long Island, New York.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Það er völlur í Vancouver í Kanada – Sandpiper. Það liggur flugbraut meðfram einni brautinni og á einni braut er glompa, sem er eins og bjarnarfótspor. Þetta er frábær skógarvöllur. Svo verð ég að nefna einn annan – Sanctiuary Ridge (Orlando) – þar er landslagið mjög sérkennilegt, þetta er hæðóttur völlur, með mikið af bönkurum og fjölbreyttum brautum.
Hvað ertu með í forgjöf? 6,4.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 72 á Gufudalsvelli – lægsta nettóskorið mitt var 59 á Strandarvelli á Hellu.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Það er að fara úr 21. sæti eftir 1. dag á Íslandsmóti 35 ára og eldri í það 4. á 2. degi.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Banana og Prins Póló eða eitthvað svoleiðis.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, eins og ég sagði áðan keppti ég áður fyrr á skíðum þ.e. í svigi og svo var ég líka í fótbolta.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldstónlist? Uppáhaldsmaturinn minn er lambakjöt; uppáhaldsdrykkurinn er hveitibjór, þýskur Weissbier, uppáhaldstónlistin er rock eða eitthvað með David Bowie og ég á enga uppáhaldskvikmynd eða uppáhaldsbók.
Hver er uppáhaldskylfingur, nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Kk: Darren Clarke (hann hefir verið lengi í uppáhaldi og ekki bara núna eftir að hann vann Opna breska). Kvk: Annika Sörenstam.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Allt í pokanum hjá mér er TaylorMade, nema ég er með Cleveland wedge-a og blending frá Tour Edge og svo er ég með TaylorMade Rossa pútter. Uppáhaldskylfan er sandwedge… nei pútter.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já, mörgum John Gardner fannst mér bestur.
Ertu hjátrúarfullur? Nei.
Hver er meginmarkmið í golfinu og síðan meginmarkmiðið í lifinu? Í golfinu er það að hafa gaman af og í lífinu er það bara að lifa lífinu.
Hversu stór partur af golfinu þínu er andlegur í keppni? Stærsti hlutinn.
Hvað finnst þér best við golfið? Félagsskapurinn.
Ertu með eitthvað gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Að taka góða skapið með sér út á völl.
Að síðustu:
Spurning frá fyrri kylfingum sem voruí viðtali hjá Golf1 (Guðmundi, formanni og Guðjóni, ritara GÖ):
Hefir þú spilað Öndverðarnesið?
Getur þú komið með spurningu fyrir næsta kylfing, sem Golf 1 tekur viðtal við?
Spurning Erlings: Hver finnst þér vera efnilegasti kvenkylfingur á landinu ?
Næsti kylfingur, sem Golf 1 tók viðtal við var Nökkvi Gunnarsson, NK, en viðtal við hann hefir þegar birst hér á Golf 1 (þ.e. 21. desember í s.l. viku). Nökkva fannst Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest, bæði efnilegust og best – Hann sagði hana vera okkar von í kvennagolfinu – hún slægi langt – svolítið eins og strákarnir og svo nefndi hann Guðrúnu Brá, GK, sem ætti nokkur ár til góða.
Spurning Nökkva fyrir næsta kylfing var eftirfarandi: Ertu 1Plane- eða 2Plane kylfingur?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024