Viðtalið: Alastair Kent, GR
Viðtalið í kvöld er við einn félaga í Elítunni – 20 manna lokaðs félagsskapar lágforgjafarkylfinga í Golfklúbbi Reykjavíkur. Markmið Elítunnar er að hittast vikulega yfir sumarmánuðina og spila golf sér og meðspilurunum sínum til ánægju og yndisauka. Hér fer viðtalið:
Fullt nafn: Alastair Kent.
Klúbbur: GR.
Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Saddleworth, Englandi þann 6. febrúar 1970. Sjá má heimasíðu golfklúbbsins í Saddleworth með því að SMELLA HÉR:
Hvar ertu alinn upp? Í Saddleworth.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Pabbi spilar golf og tvíburadætur mínar tvær 10 ára eru að læra.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég byrjaði 13 ára í golfi og spilaði þar til ég varð 18 ára. Síðan tók ég mér 10 ára hlé áður en ég byrjaði í golfinu að nýju.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Pabbi spilaði golf.
Hvað starfar þú? Ég er svæðisbundinn sölustjóri hjá Marel.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Skógarvelli – ég sakna að hafa þá ekki á Íslandi.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Höggleikur.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Grafarholtið.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? St Andrews.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Forest Of Arden í Englandi. Þær eru ótrúlegar seinni 9 holurnar á vellinum og þar eru dádýr. Síðan er Bangalore golfklúbburinn á Indlandi í uppáhaldi, en þar var ég með kylfusvein sem var með 3,8 í forgjöf.
Hvað ertu með í forgjöf? 9.1
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 76 högg í Grafarholti. Þar var ég með 13 pör og 5 skolla.
Hvert er lengsta drævið þitt? 365 yardar (334 metrar) á Forest of Arden í Englandi, í september árið 2011 Haukur Gislasson var vitni að þessu!!!
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Að spila seinni 9 á 3 undir pari eftir að hafa spilað fyrri 9 á 10 yfir pari í Saddleworth golfklúbbnum.
Hefir þú farið holu í höggi? Já, á par-3 braut árið 1991 í Englandi. Ég notaði 9-járn og boltinn var inni allan tímann!
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Vatn og samloku með roast beef.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, ég hleyp, hjóla, hef verið í fótbolta, krikket, rugby, badminton, skvassi …. o.fl.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmaturinn minn er íslenska lambið; uppáhaldsdrykkurinn er Makers Mark Bourbon, uppáhaldstónlistin er með Oasis; uppáhaldskvikmyndir er The Godfather og uppáhaldbókin er Wonderland Avenue.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? KK.: Seve Ballesteros. Kvk.: Ragnhildur Sigurðardóttir (fæ kannski afslátt af golfkennslu hjá henni út á þetta?).
Hvert er draumahollið? Ég og….. Seve, Jack Nicklaus, Tiger Woods og Lee Westwood (einhverjir 3 af þessum 4).
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Í pokanum er Mizuno MP63. Uppáhaldskylfan er 6 járnið, það er „Prozac” kylfan mín.
Hefir þú verið hjá golfkennara – ef svo er, hverjum? Já, ég hef verið hjá Ragnhildi Sigurðardóttur; hún er gæðakennari.
Ertu hjátrúarfullur? Nei.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Í golfinu: að njóta hvers hringjar, góðs eða slæms. Í lífinu að vera þakklátur, hafa húmor, halda heilsu og safna töfrastundum á hverjum degi.
Hvað finnst þér best við golfið? Golf er besti „equalizer-inn.“
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? Allt of há!
Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Ekki veðja um peninga þegar þið spilið við Helga Dan Steinsson og munið alltaf að jafnvel þegar skorið er yfir 100 að einbeita sér að næsta höggi.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024