Viðtalið: Árný Lilja Árnadóttir, GSS.
Það er klúbbmeistari GSS 2011, Árný Lilja Árnadóttir, sem er viðmælandi Golf 1 að þessu sinni. Hún er dóttir golfkennarans góðkunna Árna Jónssonar, sem ásamt Heiðari Davíð Bragasyni þjálfar Íslandsmeistara telpna í GHD, í sveitakeppni GSÍ 2011, einu Íslandsmeistara sem klúbburinn hefir átt. Árný Lilja er svo sannarlega dóttir föður síns; í stuttu máli: frábær í golfi!
Fullt nafn: Árný Lilja Árnadóttir
Klúbbur: GSS.
Hvar fæddistu? Á Akrueyri, 28. júlí 1970.
Hvar ertu alin upp? Á Akureyri.
Fjölskylduaðstæður? Er einhver í fjölskyldunni sem spilar golf? Ég er gift og á 2 stráka. Það eru allir í golfi heima hjá mér.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég var 15 ára.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Fjölskyldan. Svo er svo gaman að fara á golfvöllinn.
Hvað starfar þú? Ég er sjúkraþjálfari.
Á hvorum vellinum kanntu betur við þig skógar- eða strandvelli? Strandvelli.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Holukeppni.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Hólmsvöllur í Leiru vegna þess að þar er svo skemmtilegt landslag og greenin eru góð.
Uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Old Course á St. Andrews – ég hef spilað hann.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Það er Háagerðisvöllur á Skagaströnd; þar er líka skemmtilegt landslag og 4. brautin er mjög sérstök. Þetta er stutt par-4, þar sem slegið er inn i klettaborg.
Hvað ertu með í forgjöf? 8.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 74 á Jaðarsvelli.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Að verða Íslandsmeistari í 2. flokki kvenna 17 ára fyrir löngu löngu síðan.
Hvaða snakk ertu með í pokanum? Vatn og banana.
Hefur þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já fimleikum hjá fimleikafélagi Akureyrar.
Hver er uppáhaldsmatur, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmaturinn minn er soðin ýsa með smjörlíki og fullt af brokkólíi; uppáhaldsdrykkurinn er vatn; uppáhaldstónlistin mín er blönduð – ég er alæta; uppáhaldskvikmyndin er Shawshank Redemtion og uppáhaldsbókin er Harry Potter.
Hverjir eru uppáhaldskylfingarnir nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Kvk.: Ólöf María Jónsdóttir. Kk.: Árni Jónsson (golfkennari á Dalvík – pabbi).
Hvað ertu með í pokanum og hver er uppáhaldskylfan þín? Callaway dræver og 5-tré; 3-tré og járn frá Taylormade Ping Pútter – Cleveland wedgar. Pútterinn er uppáhaldskylfan mín.
Meginmarkmið í lífinu? Eiga góða heilsu og vera hamingjusöm.
Hvað finnst þér best við golfið? Þetta er frábær útivera og tækifæri til samveru með fjölskyldunni.
Spurning frá síðasta kylfing, (Önnu Einarsdóttur, GA) sem var í viðtali hjá Golf 1:
Notar þú einhvern tímann pútter þegar þú ert fyrir utan flöt? Svar Árnýjar Lilju: Já, stundum ef undirlagið er slétt og brautin er góð.
Getur þú komið með spurningu fyrir næsta kylfing sem Golf 1 tekur viðtal við?
Spurning Árnýjar Lilju: Ertu með birdiepela í pokanum?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024