Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1. Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2012 | 21:00

Viðtalið: Axel Bóasson, GK.

Axel Bóasson er einn af þeim afrekskylfingum sem spilar í bandaríska háskólagolfinu. Hann stundar nám og spilar með golfliði Mississippi State. Axel er, án þess að á nokkurn sé hallað, einn af okkar albestu kylfingum, varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik 2011.  Hér fer viðtalið við Axel:

Axel Bóasson, GK og Mississippi State – Íslandsmeistari í höggleik 2011. Mynd: Golf 1.

Fullt nafn: Axel Bóasson.

Klúbbur: Golfklúbburinn Keilir.

Hvar og hvenær fæddistu?  Reykjavik 3. júní 1990.

Hvar ertu alinn upp? Garðabæ.

Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Allir spila golf nema kærastan, mamma og pabbi og systir og bróðir minn.

Hvenær byrjaðir þú í golfi? 8 ára.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?  Allir í fjölskyldunni spiluðu og mig langaði að prufa þetta.

Í hvaða námi ertu?   Fjármálafræði.

Hvernig lítur dæmigerður skóladagur út hjá þér hjá Mississippi State? 7-8 rækt, 9-12 skóli, 2-5 golf, restin af deginum fer i lærdóm eða eitthvað annað.

Hvað kunnurðu best við í Bandaríkjunum þegar þú komst fyrst þangað? Golfið og að spila fyrir skólann.

Hvað fannst/finnst þér verst við Bandaríkin? Maturinn.

Axel Bóasson á Colonial. Mynd: Mississippi State.

Hvað myndir þú ráðleggja krökkum sem eru að spá í að fara að læra í Bandaríkjunum og spila golf með bandaríska háskólaliði?  Undirbúa sig vel fram í tímann.

Hver er munurinn á golfvöllum á Íslandi og Bandaríkjunum? Grasið og lengdin.

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli?  Strandarvelli.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi?  Hvaleyrin í Keili.

Hvaleyrin er uppáhaldsgolfvöllur Axels á Íslandi. Hér frá 9. flöt. Mynd: Golf 1

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Old Waverly í Mississippi.

Frá Old Waverly golfvellinum – uppáhaldsgolfvelli Axels erlendis

Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á?  Fulton Country Club í Mississippi.

Klúbbhúsið í Fulton Country Club, Mississippi – einum sérstæðustu golfvalla sem Axel hefir spilað á.

Hvað ertu með í forgjöf?  +2.6

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því?   65 í Leirunni.

Hvert er lengsta drævið þitt?  370 metrar.

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu?  8. sæti á Evrópumóti einstaklinga.

Axel varð í 8. sæti á Evrópumóti einstaklinga 2012. F.v.: Axel Bóasson, GK; Ólafur Björn Loftsson, NK og Kristján Þór Einarsson, GK. Mynd: gsimyndir.net

Hefir þú farið holu í höggi?  Tvisvar

Hvaða nesti ertu með í pokanum?   Tvær heimsmurðar samlokur og tvær kókómjólk –  klikkar ekki!

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum?  Já, fótbolta og handbolta.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók?  Uppáhaldsmatur er: eitthvað af grillinu frá pabba, uppáhaldstónlist: ég hlusta lítið á tónlist; Uppáhaldskvikmyndin: þessa dagana er Avenger mikið i uppáhaldi; Uppáhaldsbók: ég les eiginlega ekkert i mínum frítima.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing?   Tinna Jóhannsdóttir og Tiger Woods.

Hvert er draumahollið?  Tiger Woods, Rory McIlory, John Daly.

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín?   9 gráðu Taylormade R9, 15,5 Taylormade r11s, Titleist MB 3-Pw, Titleist Vokey 52°, 56° og 60°.

Hefir þú verið hjá golfkennara? Björgvin Sigurbergsson.

Ertu hjátrúarfullur?  Smá, er alltaf með í vasanum skrúbbinn, flatargafall, íslenskann pening, og svo 3 tí.

Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Verða betri og ná langt sem atvinnumaður, bara njóta lífsins eins og ég get.

Axel Bóasson, í Leirunni á Örninn golfverslun 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar, 27. maí 2012, með Keili í baksýn. Mynd: Golf 1

Hvað finnst þér best við golfið?   Hef séð heiminn með að spila golf og maður hefur lært mikið á að taka þátt í þessari íþrótt.

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)?  90%

Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum almennt?  „Æfingin skapar meistarann.“

Hvaða plön ertu með fyrir framtíðina? Þegar ég klára skólann langar mig mikið að byrja í atvinnumennskunni.