Gísli Sveinbergsson, GK á 18. flöt í dag að loknum seinni hring á Unglingamótaröð Arion banka. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2012 | 21:00

Viðtalið: Gísli Sveinbergsson, GK.

Viðtalið í kvöld er við sigurvegara í flokki 15-16 ára drengja á 1. móti Unglingamótaraðar Arion banka, 20. maí s.l., Gísla Sveinbergsson, úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.  Fyrsta mótið á Unglingamótaröð Arion banka 2012 fór fram á Garðavelli þeirra Leynismanna á Akranesi. Gísli var á besta skori allra þátttakenda eftir 1. keppnisdag, spilaði Garðavöll á 71 glæsihöggi eða -1 undir pari og lauk keppni sem sigurvegari í sínum aldursflokki, á 3. besta skori allra keppenda (71 77).

Gísli varð stigameistari  á Unglingamótaröð Arion banka í flokki 14 ára og yngri árið 2011; varð m.a. Íslandsmeistari í holukeppni.

Gísli er í afrekshóp GSÍ og er einn þeirra, sem fór í æfingaferð til Eagle Creek í Flórída fyrr í vetur.

Gísli Sveinbergsson, GK, slær af teig á Hamarsvelli í Borgarnesi þegar hann varð Íslandsmeistari í holukeppni í flokki 14 ára og yngri, 2011. Mynd: helga66.smugmug.com

Gísli Sveinbergsson, GK, slær af teig á Hamarsvelli í Borgarnesi þegar hann varð Íslandsmeistari í holukeppni í flokki 14 ára og yngri, 2011. Mynd: helga66.smugmug.com

Hér fer viðtalið við Gísla:

Fullt nafn: Gísli Sveinbergsson.

Klúbbur: Golfklúbburinn Keilir.

Hvar og hvenær fæddistu?  Ég fæddist í Reykjavík árið 1997.

Hvar ertu alinn upp? Í Hafnarfirði.

Gísli Sveinbergsson, GK, ásamt afa sínum og kaddý á 1. móti Unglingamótaraðar Arion banka að Hellu 21. maí 2011. Mynd: Golf 1

Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Amma og Afi drógu mig í golfið.

Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég byrjaði þegar ég var svona 5, en alvaran tók við þegar ég var 9.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?  Amma og Afi.

Hvað starfar þú /ef í námi: í hvaða skóla/námi ertu? Ég er í Öldutúnsskóla.

Nú sigraðir þú upp á Skaga s.l.  helgi  á Unglingamótaröð Arion banka í flokki 15-16 ára drengja – hvernig verður maður svona góður í golfi eins og þú? Æfa eins mikið og maður getur.

Lýstu tilfinningunni þegar ljóst var að þú hefðir unnið? Ég var mjög ánægður.

Gísli Sveinbergsson gengur af 18. flöt á Garðavelli – sigurvegari í flokki 15-16 ára drengja á Unglingamótaröð Arion banka 20. maí 2012. Mynd: Golf 1

Finnst þér þátttaka í æfingaferðum og mótum erlendis vera að skila sér?… og hversu mikilvægt telur þú að slíkar ferðir séu ungum kylfingum? Hef aldrei keppt í mótum erlendis, en það er mjög gott að fara í æfingaferðir, aðlagast grasinu og svona.

Hvað æfir þú mikið á dag? Myndi segja u.þ.b 2-3 tíma á veturna og svo er ég bara alla daga á sumrin, bara misjafnt hvað ég er lengi.

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli?  Skógarvelli.

Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur?  Höggleikur.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi?  Leynir, Þverárvöllur, Korpan, Þorlákshöfn, Kiðjarberg og Urriðavöllur.

Klúbbhúsið í Lake Nona uppáhaldsgolfvelli Gísla hvar sem er í heiminum.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Lake Nona.

Frá Lake Nona golfvellinum – uppáhaldsvelli Gísla erlendis.

Hvað ertu með í forgjöf?  3,5

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því?   -3 á Leirdalsvelli.

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu?  Stigameistari 2011.

Hefir þú farið holu í höggi?  Nei ekki ennþá, en það kemur að því.

Hvaða nesti ertu með í pokanum?   3 brauðsneiðar, banana og 3 trópi.

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum?  Já, handbolta og fótbolta.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing?   Yani Tseng og Tiger Woods.

Ísak Jasonarson og Gísli Sveinbergsson, báðir í GK, á Páskamóti Hellishóla, 7. apríl 2012.  Mynd: Golf 1

Hvert er draumahollið?  Tiger Woods, Luke Donald og Rory Mcilroy.

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín?  Pútter, 58°, 54°,50°,pw,9,8,7,6,5,4,fimm tré, þrjú tré  og driver. Allar kylfurnar eru uppáhalds.

Hefir þú verið hjá golfkennara?  Já.

Ertu hjátrúarfullur?  Já,  myndi segja það.

Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu?  Verða númer eitt í heimi og vera góður við alla.

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)?  Ég er ekki viss, ætli það sé ekki svona 30 prósent.

Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum?   Æfa eins mikið og þau geta.