Viðtalið: Guðjón Grétar Daníelsson, GR og GÚ
Viðtalið í kvöld er við klúbbmeistara Golfklúbbs Úthlíðar 2012 og einn af 20 félögum í Elítunni, félagsskaps í Golfklúbbi Reykjavíkur. Hér fer viðtalið:
Fullt nafn: Guðjón Grétar Daníelsson.
Klúbbur: Golfklúbbur Reykjavíkur og Golfklúbbur Úthlíðar.
Hvar og hvenær fæddistu? Í Kópavoginum, 14. desember 1964.
Hvar ertu alinn upp? Í Kópavoginum.
Í hvaða starfi/námi ertu? Ég starfa hjá Íslandsbanka og er í námi í viðskiptafræði með vinnu í HÍ.
Hvað er það sem varð til þess að þú varðst klúbbmeistari GÚ á síðasta ári? Ætli ég hafi ekki bara verið að spila betur en andstæðingarnir og gert færri mistök.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég er alltaf að reyna að fá yngstu dóttur mína (9 ára) til þess að byrja í golfi…gengur ekki alveg sem skyldi, ennþá.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Árið 1992.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Ég segi alltaf að ég hafi byrjað í golfi til þess að sýna félögunum hvernig ætti raunverulega að spila golf. Það var 1991 að við fórum til Spánar nokkur saman og tveir félagarnir ætluðu að spila golf í þessari ferð. Ég gat ekki hugsað mér að liggja í sólbaði á meðan þeir færu að spila svo ég fór að fikta við þetta áður en við fórum út.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Skógarvelli, kann betur við lognið sem yfirleitt fylgir þeim. Það krefst líka meiri nákvæmni að spila slíka velli.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Höggleikur, hvert högg skiptir máli.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Við eigum nú orðið marga mjög frambærilega og flotta velli en það er fátt sem jafnast á við að standa á 1. teig í Grafarholtinu og eiga allar 18 holurnar eftir.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Southern Dunes í Flórída, Carnoustie og Royal Dornoch í Skotlandi og Arcos Gardens og Montecastillo á Spáni.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Krossdalsvöllur í Mývatnssveit – hann var bara 6 holu þá og mjög sérstæður m.a. vegna legu teiga.
Hvað ertu með í forgjöf? 4,5
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? -2 undir pari í Öndverðarnesinu (68 högg) sumarið 2012 . Ég var á -4 undir pari fyrri 9, en á 2 yfir seinni 9. Hef einnig spilað Grafarholtið -1 undir pari og Eagle Creek í Florida á -1 undir pari.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Sigraði Elítu mótaröðina án forgjafar sumarið 2012. Sigur í opnu móti á Hvaleyrinni 1996 án forgjafar. Var með 11 í forgjöf og spilaði á fjórum yfir pari, lenti einnig í þriðja sæti með forgjöf á 61 höggi. Skemmdi ekki fyrir að ég var með Ívari Hauks í ráshóp í þessu móti. Sigraði einnig Opna Flugfélags íslands mótið í Grafarholtinu 2009 á 73 höggum.
Hefir þú farið holu í höggi? Já, á 17. holu á Þverárvelli 2. ágúst 2009.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Banana, flatköku með osti og vatn.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, ég var í fótbolta.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmaturinn minn er góð nautasteik; uppáhaldsdrykkur: malt & appelsín; uppáhaldstónlist: allt með Queen ; uppáhaldskvikmynd: Forest Gump; Uppáhaldsbók: Á mér enga uppáhaldsbók en Golf Digest blöðin eru í uppáhaldi.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Kk: Tiger, bæði utan og innan vallar. Kvk: Danielle Montgomerie.
Hvert er draumahollið? Erfitt val, virkilega erfitt…..en ætli ég myndi ekki velja Tiger, Phil Mickelson og Bubba Watson. Siggi P. Jack Nicklaus, Gary Player, Greg Norman og John Daly væru svo á kantinum. Ég myndi svo reyna að komast út á lífið um kvöldið með John Daly og Tiger, hugsa að það yrði mögnuð upplifun.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Dræver: Ping I20; 3 tré: TaylorMade RocketBallz, Hybrid: King Cobra 20°, járn: Callaway Diablo Forged 4-PW; Titleist Vokey fleygjárn 56° og 60° og TaylorMade Ghost Spider pútter.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já, ég hitti Arnar Má Ólafsson fyrst 1991.Fór til hans nokkrum sinnum á sumri næstu ár þar á eftir. Má segja að hann hafi lagt grunninn að þessari sveiflu sem ég er með í dag. Það virkaði mjög vel að vinna með honum, enda gamall Kópavogsbúi og drengur góður. Ég fór úr 36 í 19 í forgjöf fyrsta sumarið mitt þarna 1992. Einnig hef ég hitt Sigga P. og Nökkva en núna síðustu tvö ár þá hef ég fengið Ragnhildi Sigurðardóttir til að stilla mig af endrum og sinnum með góðum árangri. Hún hefur einnig lætt að mér mörgum gullkornum sem snúið hafa að sálfræðiþættinum sem hafa bætt leik minn verulega mikið.
Ertu hjátrúarfullur? Nei, en ég nota helst ekki lituð tí.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Í golfinu er markmiðið alltaf það sama eða slá lengra og beinna af teig, slá járnahöggin nær holu og nota færri pútt. Í lífinu er það bara að njóta augnabliksins og reyna að vera til friðs.
Hvað finnst þér best við golfið? Félagsskapurinn, útiveran, hreyfingin.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? Ég myndi segja alveg 75-80%. Það kemur í raun fyrst í ljós hvað þú getur ef þú stenst álagið sem fylgir því að vera í alvöru keppni.
Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Ekki gleyma að þetta er bara leikur, alltaf að muna að hafa gaman af þessu og ekki tapa leikgleðinni. Að mínu viti eru það ákveðin forréttindi að hafa heilsu og getu til að spila golf. Svo ekki skemma það með því að vera neikvæður og leiðinlegur á vellinum þótt illa gangi. Eitt að lokum, ég veit um nokkuð marga sem eru alltaf að gefa á grínunum…..við þá segi ég bara: þú þarft að að beygja þig eftir kúlunni, gerðu það þegar hún er komin ofan í holuna það þarf líka að æfa þessa 30-50 cm pútt.
Að lokum: Hvað er Elítan? – Hvað eru margir félagsmenn? – Og er félagsskapurinn opinn öllum? Elítan er félagsskapur 20 kylfinga, sem hefur það að markmiði að hittast vikulega yfir sumarmánuðina og spila golf sér og meðspilurunum sínum til ánægju og yndisauka. Til að gerast meðlimur þarf viðkomandi að vera í GR og má ekki vera með hærri forgjöf en 18. Æskilegt er að menn séu með ólæknandi golfdellu og hafi metnað til að bæta sig sem kylfinga, séu snyrtilega klæddir en umfram allt þurfa þeir að vera jákvæðir og skemmtilegir. Má segja að okkur hafi tekist ágætlega upp á fyrsta heila tímabili okkar, sem var síðasta sumar. Hópurinn var mjög vel samstilltur og var fín mæting í öll mótin í sumar. Kom það berlega í ljós í lokamótinu að meðlimir voru gríðarlega ánægðir með tímabilið, sem gefur okkur góð fyrirheit fyrir komandi sumar.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024