Viðtalið: Guðni Oddur Jónsson, GS.
Viðmælandi Golf 1 að þessu sinni er Guðni Oddur Jónsson í GS. Þegar viðtalið var tekið nú s.l. sumar voru meistaramót golfklúbbana í fullum gangi og Guðni nýbúinn að landa 2. sætinu á meistaramóti GS í 1. flokki. Í sumar starfaði Guðni sem starfsmaður í golfverslun GS. Hér fara spurningar Golf 1 og svör Guðna:
Fullt nafn: Guðni Oddur Jónsson.
Klúbbur: GS.
Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Keflavík, 25. mars 1989.
Hvar ertu alin upp? Í Keflavík.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður? Ég bý einn með kærustunni.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Það var 2000.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og fannst golf spennandi.
Hvað starfar þú? Í sumar starfa ég í golfverslun GS.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Strandvelli, enda alinn upp nálægt einum slíkum. En það er líka gaman og öðruvísi að fara á skógarvöll.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Holukeppni það er bara svo lítið spilað af henni.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Leiran.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Kristiansand í Noregi.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Bjavann – eini skógarvöllurinn sem ég hef spilað, allar brautirnar stuttar, en ef farið er út af er boltinn týndur.
Hvað ertu með í forgjöf? 4,4
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? Leirunni 70 – 2 undir.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Það var árið 2007 þegar ég lenti í 3.-4. sæti á Íslandsmeistaramóti unglinga í höggleik.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Bláan Poweraide og SSP golfstykki.
Hefur þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, fótbolta og körfubolta.
Hver er uppáhaldsmatur, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmaðurinn minn er humar; uppáhaldsdrykkurinn er kók; uppáhaldstónlist: háskólarokk; uppáhaldskvikmynd Shawshank Redemtion og uppáhaldsbókin er nýja bókin eftir Dan Brown: Týnda táknið.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn – nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Kk.: Siggi Jóns, GS. Kvk. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Í pokanum hjá mér er fullt af mismunandi hlutum: Ping G5 og 3-tré, Callaway X-18 járn, Titleist Vokey wedgar og scotty cameron pútter og hálfviti ping GT. Uppáhaldskylfan mín er pútterinn.
Ertu hjátrúarfullur? Nei. Það er fáranlegt að trúa því að það þurfi t.d. alltaf að keppa í sömu nærbuxum – maður þarf að koma vel stemmdur til leiks – það er það eina sem þarf.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já, ég er búinn að vera hjá fullt af kennurum. Ég hef verið hjá flestum sem hafa verið hjá GS frá árinu 2000: Sigga Sig., Paul Stoller, Jamie Darling og Ólafi Hrein Jóhannessyni.
Hvað finnst þér best við golfið? Félagsskapurinn, útiveran og hreyfingin.
Að lokum: Hver er meginmarkmiðið í lífinu? Að eignast góða fjölskyldu og lifa lífinu til fulls.
Að síðustu:
Spurning frá síðustu kylfingum (kvennanefnd GL, Ellu Maríu Gunnarsdóttur og Helgu Rún Guðmundsdóttur, GL) sem voru í viðtali hjá Golf 1:
Hvernig ætlar þú að fagna þegar þú ferð holu í höggi eða ef viðkomandi hefir þegar farið holu í höggi: hvernig fagnaðirðu (þegar þú fórst fyrst holu í höggi)? Svar Guðna Odds: Ég hef ekki enn farið holu í höggi. En aðspurður hvernig hann myndi fagna sagði Guðni Oddur: „Ég myndi rífa mig úr að ofan og öskra.“
Getur þú komið með spurningu fyrir næsta kylfing sem Golf 1 tekur viðtal við?
Spurning Guðna Odds Jónssonar, GS, fyrir næsta kylfing: Hvað lagarðu venjulega mörg boltaför á hring?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024