Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2016 | 18:00

Viðtalið: Helgi Gunnarsson, GM

Viðtalið í kvöld er við kylfing, sem flaug til Amsterdam 2. maí, í hópi 15 félaga í GM, sem voru að fara í golf til Þýskalands, en eftir lendingu var ætlunin að keyra 2 1/2 tíma til Haren Ems í Niedersachsen í Þýskalandi …. og spila golf. Hér fer viðtalið við kylfinginn…

Helgi Gunnarsson, GM. Mynd: Golf 1
Fullt nafn:  Helgi Gunnarsson.

Klúbbur:   Golfklúbbur Mosfellsbæjar.

Hvar og hvenær fæddistu?   Í Reykjavík, 4. maí 1948.

Hvar ertu alinn upp?  Í Reykjavík.

Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er sölumaður hjá Vörukaup.

Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?  Konan mín var að ganga í klúbbinn núna áðan – þannig að við verðum í golfi saman.

Hvenær byrjaðir þú í golfi?  1990.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?  Vinnufélagar drógu mig í golf.

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli?  Mér líkar betur við strandvelli af því að þeir eru opnari.

Hvort líkar þér betur: holukeppni eða höggleikur?   Holukeppni.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir þinn/þínir á Íslandi?  Það eru Vestmannaeyjar fyrir utan heimavöllinn og síðan Grafarholtið.

Hefir þú spilað alla velli á Íslandi – Ef ekki nefna hversu marga af þeim 62 golfvöllum Íslands, þú hefur spilað á?  Ég á eftir ansi marga – en hef spilað alla á suð-vesturhorninu og á Norðurlandi. Ég á örugglega eftir helminginn ef þeir eru 62.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum (nema á Íslandi)? Nicklaus völlur á Borneo, svo annar í Kuala Lumpur það var PGA – var rétt hjá Kota Kinabalu. Þriðji mjög minnisstæður er í 2000 m hæð í Malasía – Af hverju var hann svakalegur? – Hann er hátt upp í fjalli, sem heitir Kota Kinabalu – Menntamálaráðherra Malasíu beitti sér fyrir að völlurinn yrði byggður og þar spiluðum við í um 15 stiga hita – Kaddýarnir allir dúðaðir í lopapeysu – ekki fekkst nokkur maður til að vinna því þarna var svo kalt – það voru búningsherbergi yrir fleiri hundruð manns og klúbbhúsið gríðarstórt.

Nicklaus hannaði Borneo Golf and Country Club

Hver er sérstæðasti golfvöllur, sem þú hefur spilað á? Malasíuvöllurinn.

Hvað ertu með í forgjöf?  20,9.

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? Á Hlíðavelli man ekki hvað það hefir verið 85-86.

Frá Hlíðarvelli í Mosfelsbæ

Frá Hlíðarvelli í Mosfelsbæ

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu?   Að vinna Sæma – Lengsta dræv á fv. 7. holu á Hlíðavelli – vann Örninn.

Hefir þú farið holu í höggi?  Nei.

Spilar þú vetrargolf?  Hef gert það fram að þessum vetri – er orðinn of kulsækinn.

Hvaða nesti ertu með í pokanum?   Það er nú venjulega vatnsflaska, banani og samloka.

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum?    Já, fótbolta og handbolta með Þrótti.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Það er lambahryggur. Uppáhaldsdrykkur? Campari. Uppáhaldsbók? Harry Hole eftir Nesbö. Uppáhaldstónslist? Bítlarnir. Uppáhaldskvikmynd? Hún var um blaðamennina á Boston Globe – Skandal kaþólsku kirkjunnar í Boston;  Uppáhaldsgolfbók?:  Reglubókin.

Notarðu hanska, ef svo er hvaða? FJ Allweather hansar.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing?    KvK: Laura Davies Kk: Tiger.

Hvert er draumahollið?  Ég og….. (nefna 3 fylla ráshópinn):  Eddi, Sæmi og Gunni Haralds – við spilum stundum saman.

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín?    14 kylfur. Allar í uppáhaldi.

Hefir þú verið hjá golfkennara?  Já, Sigurpáli, Inga Rúnari og Martin Nipe (byrjaði hjá honum).

Hver er besti golfkennari á Íslandi? Sigurpáll Sveinsson.

Sigurpáll Geir Sveinsson, GM, er að mati Helga besti golfkennari á Íslandi. Mynd: Golf 1

Sigurpáll Geir Sveinsson, GM, er að mati Helga besti golfkennari á Íslandi. Mynd: Golf 1

Ertu hjátrúarfullur? Nei.

Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu?  Golfið: Hanga í þessari bógey-forgjöf – Lífið: Lifa því vel eins lengi og ég get.

Hvað finnst þér best við golfið?  Félagsskapurinn en líka að geta verið einn að keppa við völlinn.

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)?    70%.

Kanntu einhverja skemmtilega sögu af þér á golfvellinum eða geturðu sagt frá einhverju vandræðalegu sem fyrir þig hefir komið í golfi?: Það var þegar ég kom í fyrsta skipti til Martin Nipe. Sló nokkur högg sem ekki flugu mjög vel – og Martin kom til mín og spurði hvort ég hefði ekki verið í öðrum íþróttum – handbolta og fótbolta. Hvort það væri  ekki betra að snúa sér að þeim aftur?

Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Rækta hugann.