Ingvar Hreinsson, formaður GKS. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2012 | 21:00

Viðtalið: Ingvar Hreinsson – GKS

Viðtalið í kvöld er við formann Golfklúbbs Siglufjarðar; Ingvar Hreinsson.  Hann var fyrir misskilning hafður afmæliskylfingur hér á Golf 1, 14. október s.l. en þann dag átti Ingvar brúðkaupsafmæli en ekki afmæli! Hann fékk  óvenjumargar hamingjuóskir á brúðkaupsafmælisdaginn og biðst Golf 1 afsökunar, jafnframt því sem Ingvar verður svo sannarlega afmæliskylfingur hér á Golf 1 á réttum afmælisdegi sínum 28. september 2013. En hér fer viðtalið við formann Golfklúbbs Siglufjarðar:

Fullt nafn: Ingvar Kristinn Hreinsson.

Klúbbur: Golfklúbbur Siglufjarðar (GKS).

Hvar og hvenær fæddistu? Siglufirði, 28. september 1961.

Hvar ertu alinn upp?  Á Siglufirði.

Ingvar Hreinsson formaður GKS, á fyrsta móti Siglfirðinga á höfuðborgarsvæðinu, á Hlíðarvelli, í Mosfellsbæ, í september 2011. Mynd: Golf 1

Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég er giftur, á fjögur börn og 3 barnabörn. Strákarnir tveir og önnur stelpan spila og konan er aðeins að byrja.

Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég byrjaði að fikta í kring um 1976 en hef verið heltekinn frá 1995.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Ég hreinlega veit það ekki. Fannst þetta áhugavert og eins og menn vita er ekki aftur snúið ef bakterían nær tökum á manni.

Hvað starfar þú? Ég starfa hjá ríkisskattstjóra, er sérfræðingur á atvinnurekstrarsviði.

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Skógarvelli.

Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Höggleikur.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Geysisvöllur og Hamarsvöllur.

Frá Geysisvelli í Haukadal, öðrum uppáhaldsgolfvelli Ingvars á Íslandi. Mynd: Golf 1.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Providence Orlando og Atlantis West Palm Beach.

Frá Atlantis, West Palm Beach uppáhaldsgolfvelli Ingvars

Hvað ertu með í forgjöf? 11,3.

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 81 högg –Hólsvöllur 19. júlí 2009.

Skjaldarmerki Providence golfklúbbsins í Orlandó – öðrum uppáhaldsgolfvalla Ingvars erlendis

Hvert er lengsta drævið þitt? Öðru hvoru megin við 200 metrana.

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Sennilega að hafa lækkað um 1,6 í sumar.

Frá Providence golfvellinum í Orlando – öðrum uppáhaldsgolfvalla Ingvars erlendis

Hefir þú farið holu í höggi? Nei.

Hvaða nesti ertu með í pokanum? Það sem hendi er næst.

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Fótbolta, handbolta, skíðastökki og sundi.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmaturinn eru rjúpur;  Uppáhaldsdrykkur er Egils Malt, Uppáhaldstónlist: Fleetwood Mac og Dire Straits. Á enga uppáhaldskvikmynd eða bók.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Karlkylfingur: Rory McIlroy. Kvenkylfingur: Stacy Lewis.

Rory McIlroy er uppáhaldskylfingur Ingvars

Hvert er draumahollið? Ég og…. Bubba Watson, Greg Norman og Jack Nicklaus.

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Ég er með TaylorMade r7 cgb járnasett , tvær rescue kylfur TaylorMade Burner 19° og TaylorMade Burner Superfast 2.0 21°, driverinn er TaylorMade Superfast 2.0 10,5° , pútterinn er Ping ZING USA. Uppáhaldskylfan er 19° Burner.

Hefir þú verið hjá golfkennara? Já ,en það hefur ekki skilað sér á vellinum.

Ertu hjátrúarfullur? Nei.

Hver eru markmið þín í golfinu? Að hafa gaman af leiknum.

Hvert er meginmarkmið þitt í lífinu? Að temja mér nægjusemi.

Hvað finnst þér best við golfið? Útiveran og félagsskapurinn.

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? 50%

Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið öðrum kylfingum? Slakið á og skemmtið ykkur þetta er jú bara leikur.