Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2014 | 20:00

Viðtalið: Jóna Sigríður Halldórsdóttir, GR – sigurvegari Lancôme mótsins 2014

Viðtalið í kvöld er við sigurvegara í Lancôme kvennamótinu á Strandarvelli á Hellu, 4. maí 2014.  Sigurvegarinn fékk 41 punkt og það sem var óvenjulegt er var að hún kom úr forgjafarlægsta flokknum, en mótið er forgjafarskipt punktakeppni, þar sem keppt er í 3 forgjafarflokkum.  Hér fer viðtalið við sigurvegara Lancôme í ár:

Stefanía Ósk (t.v.) og Jóna Sigríður Halldórsdóttir við verðlaunaafhendingu á Meistaramóti GR 2013, þar sem Jóna Sigríður sigraði! Mynd: Í eigu Jónu Sigríðar

Stefanía Ósk (t.v.) og Jóna Sigríður Halldórsdóttir (t.h.) við verðlaunaafhendingu á Meistaramóti GR 2013, þar sem Jóna Sigríður sigraði! Mynd: Í eigu Jónu Sigríðar

Fullt nafn: Jóna Sigríður Halldórsdóttir.

Klúbbur: GR.

Hvar og hvenær fæddistu?  Í Reykjavík, 27. febrúar 1989.

Hvar ertu alin upp? Ég er alin upp í Kópavogi.

Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er í mastersnámi í matvælafræði og er einnig að vinna aukavinnu við HÍ, stefni á að útskrifast í febrúar 2015. Samhliða námi er ég í aukavinnu í vínbúðinni í Smáralind.

Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég er einhleyp og barnlaus. Foreldrar mínir spila golf.

Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég byrjaði í golfi sumarið 2009 en sumarið 2010 skráði ég mig í GR og það var þá sem ég byrjaði fyrir alvöru í golfi.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?   Pabbi hefur spilað golf í mörg ár og eitt sumarið fór ég með honum og það var ekki aftur snúið.

Jóna Sigríður með föður sínum Halldóri, í meistaramóti GR 2013. Mynd: Í eigu Jónu Sigríðar.

Jóna Sigríður með föður sínum Halldóri, í meistaramóti GR 2013. Mynd: Í eigu Jónu Sigríðar.

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli?  Ætli það séu ekki skógarvellir, þeir eru meira krefjandi.

Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur?   Ég hef aldrei tekið þátt í holukeppni þannig að ég veit ekki.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi?   Fyrir utan GR vellina þá er það Hveragerði og Flúðir.

Frá Selsvelli á Flúðum einum uppáhaldsgolfvalla Jónu Sigríðar á Íslandi.

Frá Selsvelli á Flúðum einum uppáhaldsgolfvalla Jónu Sigríðar á Íslandi.

Hefur þú spilað alla velli á Íslandi?  Nei ekki nálægt því, enda ekki búin að spila lengi en það væri gaman að ná því.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum?  Ég hef bara farið í tvær golfferðir þannig að af þeim völlum sem ég hef spilað þá er Eagle Creek völlurinn í Orlando fl. Skemmtilegur.

Klúbbhúsið að Eagle Creek í Flórída að kvöldi til.  Mynd: Golf 1

Klúbbhúsið að Eagle Creek í Flórída að kvöldi til. Eagle Creek er einn uppáhaldsgolfvalla Jónu Sigríðar erlendis.

Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefur spilað á og af hverju?  Mystic Dunes í Flórída, hann var rosalega flottur, flestir bönkerar voru mjög erfiðir og í golfbílunum voru GPS sjónvörp af hverri holu.

Frá Mystic Dunes, einum sérstæðasta golfvelli sem Jóna Sigríður hefir spilað.

Frá Mystic Dunes, einum sérstæðasta golfvelli sem Jóna Sigríður hefir spilað.

Hvað ertu með í forgjöf?  10,4.

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því?    76 högg – Strandarvöllur.

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu?   Vinna meistaramótið í 1. flokki GR 2013.

Jóna Sigríður við verðlaunaafhendingu í Meistaramóti GR 2013, þar sem hún varð í 1. sæti í 1. flokki!!! Mynd: Í eigu Jónu Sigríðar

Jóna Sigríður (fyrir miðju) við verðlaunaafhendingu í Meistaramóti GR 2013, þar sem hún varð í 1. sæti í 1. flokki!!! Mynd: Í eigu Jónu Sigríðar

Hefur þú farið holu í höggi?   Nei ekki ennþá.

Spilar þú vetrargolf?   Nei.

Hvaða nesti ertu með í pokanum?   Ég er yfirleitt með samloku, banana og vatn.

Hefur þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já ég spila handbolta og hef gert síðan að ég var 8 ára.

Jóna Sigríður Halldórsdóttir við keppni fyrir HK. Hún er alin upp í HK, en hefir einnig spilað með Stjörnunni og FH. Mynd: Í eigu Jónu Sigríðar

Jóna Sigríður Halldórsdóttir við keppni fyrir HK. Hún er alin upp í HK, en hefir einnig spilað með Stjörnunni og FH. Mynd: Í eigu Jónu Sigríðar

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Humar. Uppáhaldsdrykkur? Vatn/kaffi. Uppáhaldstónlist? Gömul og góð klassík – Otis Redding (Dock of the Bay) er t.d. í miklu uppáhaldi). Uppáhaldskvikmynd?  Forest Gump. Uppáhaldsbók? Lovestar eftir Andra Snæ.

Notarðu hanska og ef svo er hverskonar? Já ég geri það, bara það sem mig líkar við hverju sinni. Á ekki neitt uppáhalds merki.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Tiger Woods og Gary Player og á engan uppáhalds kvk kylfing.

Jóna Sigríður Halldórsdóttir, GR. Mynd: Í eigu Jónu Sigríðar

Jóna Sigríður Halldórsdóttir, GR. Mynd: Í eigu Jónu Sigríðar

Hvert er draumahollið?   Þetta er mjög erfið spurning, það er klárlega fjölskyldan en erfitt að draga út 3 úr henni. Magga frænka og hennar börn spila öll golf og þau ásamt pabba og mömmu eru í draumahollinu.

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín?    Ping i15 járnakylfur. Gamall Nike SQ driver sem ég keypti notaðann. Callaway 5 tré og Callaway hybrid. Odyssey black series i #7 pútter. Uppáhaldskylfan mín er driverinn en vonandi verður það pútterinn einhvern daginn.

Hefur þú verið hjá golfkennara – ef svo er hverjum?  Já ég var hjá Úlfari Jónssyni og í vetur hef ég verið hjá Brynjari Geirssyni. 

Hver er besti /bestu golfkennari/golfkennarar á Íslandi? Úlfar og Brynjar.

Jóna Sigríður Halldórsdóttir, GR (2. frá vinstri) var með flesta punkta eða 41 punkt í Lancôme mótinu 2014. Mynd: Golf 1

Jóna Sigríður Halldórsdóttir, GR (2. frá vinstri) var með flesta punkta eða 41 punkt í Lancôme mótinu 2014. Mynd: Golf 1

Ertu hjátrúarfull í golfinu og ef svo er hvernig birtist það?   Já, ég þarf alltaf að taka sömu rútínuna fyrir hvert högg. Ef ég spila vel einhvern hring með einhverju flatarmerki, þá nota ég sama flatarmerki áfram þangað til að það gengur illa og svo framvegis.

Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu?   Megin markmið í golfinu er að halda áfram að hafa gaman að þessu og lækka forgjöfina, í lífinu er það bara gamla klysjan að lifa lífinu lifandi og vera hamingjusöm. 

Hvað finnst þér best við golfið?   Félagsskapurinn og að árangurinn er í tölum.

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? 80-90% því að ef að hugurinn er ekki í lagi þá gengur ekkert upp hjá manni. 

Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum?   Æfa, æfa og æfa. Hafa trú á sér og treysta því sem að maður æfði. Hlusta á ráðleggingar og nýta þær. Hafa jákvætt hugarfar.

Hver eru markmiðin hjá þér fyrir næsta sumar? Markmiðin eru að hafa gaman, æfa markvisst og taka þátt í sem flestum Eimskipsmótum. Að sjálfsögðu er ég með fleiri markmið en þau verða ekki talin hér.