Viðtalið: Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir, GHR.
Um miðjan maí, þegar allt var að vakna til lífsins þetta herrans ár 2011 fór Golf 1 af stað með að taka viðtöl við íslenska kylfinga, þ.e. leggja fyrir þá á fjórða tug staðlaðra spurninga, með örlitlum frávikum í hvert sinn. Hér fer eitt af fyrstu viðtölunum, en viðmælandi er kona sem er flestöllum kylfingum landsins er að góðu kunn, Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir, þ.e. þeirra sem spilað hafa á Strandarvelli á Hellu. Þetta er Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir, en hún fagnaði m.a. stórafmæli fyrir u.þ.b. mánuði síðan. Katrín er m.a. þrefaldur klúbbmeistari GHR. Hún er ættuð frá Hvolsvelli þar sem hún hefir búið alla tíð. Hér eru spurningarnar og svör Katrínar:
Fullt nafn: Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir.
Klúbbur: GHR.
Hvenær og hvar fæddistu? Ég fæddist 24. september 1961 á Hvolsvelli, í húsi ömmu minnar og nöfnu.
Hvar ólstu upp? Ég er fædd á Hvolsvelli og uppalin og hef hvergi annarsstaðar búið.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður/Er einhver í fjölskyldu þinni sem spilar golf? Ég er gift Óskari Pálssyni og á 3 börn; 2 stráka og 1 stelpu. Það eru allir í golfi nema stelpan. Svo er ég orðin amma en Andri Már átti lítinn strák.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ætli það hafi ekki verið á árunum 1994-1995, þá byrjaði ég eitthvað að slá. Ég vann aðeins í eldhúsinu í gamla skálanum, en fannst golf hundleiðinlegt og ætlaði aldrei að spila. Þegar við fórum að fylgjast með yngsta stráknum, Andra Má, sem var í unglingalandsliðinu, þá fór mér að finnast gaman og varð sjúklingur – ég bý nánast úti á velli allt sumarið.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Ég átti val annað hvort var ég að fara í golf eða vera ein heima í fýlu meðan allir voru í golfi. Svo þegar maður byrjaði var bara gaman og félagsskapurinn góður. Það var bara verst að stelpan okkar vildi ekki vera í golfi líka.
Hvað starfar þú? Ég á og rek byggingafyrirtæki og bókhaldsþjónustu á Hvolsvelli. Svo er ég hér á skrifstofunni og sé um bókhaldið hjá GHR.
Hvort kanntu betur við skógar- eða strandvöll? Það er bæði jafngaman, þ.e. að takast á við hvorn völl fyrir sig. En ég er sérlega hittin á skógarvöllum. Ef ég horfi á eitt tré þá hitti ég það.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? ÉG spila meira höggleik. Holukeppni er samt líka reglulega skemmtileg.
Hver/hverjir eru uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Strandarvöllur á Hellu.
Hver/hverjir eru uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Það er gaman að spila í Flórída – Mér finnst samt allir vellir hafa sína sérstöðu. Það er enginn sérstakur, sem ég man í augnablikinu. Arcos Gardens er í svolitlu uppáhaldi.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? TPC Sawgrass – fór 17. brautina á pari – fór aðeins út í greenkantinn og svo 2 pútt (Algjör snillingur!!!!!) – Síðan er það Bandama á Gran Canaria, sem er byggður ofan í eldfjallagíg. Umhverfið er svo fallegt og á 1. holu slær maður niður.
Hvað ertu með í forgjöf? 13,8.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? Strandarvelli, 82 högg.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Þegar ég spilaði 35+ 1. sæti í 2. flokk í Leirunni 2010 – Klúbbmeistari GHR 2010, 2009, 2007.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Ég smyr mér heilsusamlokur og svo er ég með Topp eða flatköku.
Hefur þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Nei.
Uppáhaldsmatur? Mér finnst matur alveg rosalega góður sama hvað er – ætli ég segi ekki bara að það besta sé nautasteik í Flórída – það jafnast ekkert á við það – Hér heima er það frekar kjúklingur.
Uppáhaldsdrykkur? ÉG drekk mikið af Topp eða vatni. Svo klikkar rauðvínið aldrei.
Uppáhaldstónlist? Ég hef gaman af íslenskum dægurlögum.
Uppáhaldskvikmynd? Á enga. Er lítil sjónvarps/kvikmyndakona.
Uppáhaldsbók? Les lítið bækur. Það er engin í uppáhaldi. Ævisögur helstþ
Hver er uppáhaldskylfingur kvenkyns og karlkyns? Kvk.: Þórdís Geirs – ég hef heilmikið spilað með henni – Svo er Ragnhildur (Sigurðardóttir) alltaf flott. Kk.: Andri Már sonur minn
Hver er uppáhaldskylfan þín? 3-tréð og 7 járnið nota það kringum grínin.
Hvað finnst þér best við golfið? Útiveran og félagsskapurinn.
Hvað er í pokanum hjá þér? Kylfurnar mínar, boltar og hanskar og náttúrulega galli – Þú finnur ekki skemmda banana eða gamlar samlokur í pokanum hjá mér!
Ertu þolinmóð? Nei, ekki í golfinu. Mér leiðist þegar illa gengur en maður er að læra á það – Því manni gengur enn verr ef manni tekst ekki að halda skapinu í lagi – ein slæm hola og það skemmir það sem eftir er ef maður fer að pirra sig á því.
Meginmarkmið í lífinu? Það er að reyna að vera í góðri þjálfun, halda heilsu og vera fjöskyldunni til stuðnings.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024