Viðtalið: Ragnar Már Garðarsson, GKG.
Það er Ragnar Már Garðarsson, GKG, sem er viðmælandi í fyrra viðtali hjá Golf 1 í dag. Ragnar Már lék á Arionbankamótaröð unglinga s.l. sumar og er m.a. Íslandsmeistari í höggleik 15-16 ára, 2011. Eins vann Ragnar Már Unglingaeinvígið í Mosfellsbæ og er tvöfaldur klúbbmeistari árið 2011 þ.e. varð klúbbmeistari í flokki 15-16 ára hjá GKG og eins er hann klúbbmeistari Golfklúbbsins Kiðjabergs. Draga má afrek Ragnars Más, á golfsviðinu, árið 2011, saman í eftirfarandi:
2. sæti í Arionbankamótaröðinni í GKG
1. sæti í Íslandsmóti unglinga í Grafarholti (höggleik) 1. sæti í Arionbankamótaröðinni í Borgarnesi 1. sæti í Meistaramóti GKG 1. sæti á stigalista 15-16 ára Arionbankamótaraðar |
Loks var Ragnar Már nú á dögunum valinn í afrekshóp GSÍ 2012. Hér fer viðtalið:
Fullt nafn: Ragnar Már Garðarsson.
Klúbbur: GKG.
Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Reykjavík 3. ágúst 1995.
Hvar ertu alinn upp? Í Garðabæ.
Fjölskylduaðstæður? – Er einhver í fjölskyldunni sem spilar golf? Foreldrar og 1 bróðir. Það eru allir í golfi.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég byrjaði að sveifla kylfu 2 ára.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Pabbi og mamma voru alltaf út á velli og tóku mig með; ég eiginlega ólst upp úti á golfvelli.
Hvað starfar þú? Ég er námsmaður á 1. ári í MR.
Hvort kanntu betur við skógar- eða strandvelli? Skógarvelli, af því það er skemmtilegt að reyna við erfiða velli með miklar hættur.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Mér finnst alltaf skemmtilegra í holukeppni – þar getur allt gerst.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Garðavöllur á Akranesi og Kiðjabergið.
Hvort myndir þú frekar vilja spila á Augusta eða Pebble Beach? Pebble Beach.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Kiðjabergið – vegna þess hversu flottur hann er og hæðarmunur er mikill.
Hvað ertu með í forgjöf? 3,6.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 66 á Hellu.
Hvert er lengsta drævið þitt? Er ekki mikið að mæla það, en ætli það sé ekki í kringum 320 metrar.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Unglinga- eða Íslandsmeistaratitillinn minn.
Hefir þú farið holu í höggi? Nei.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Samloku svolítið að drekka og oftast banana.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já ég æfi blak með Stjörnunni. (Innskot: Ragnar Már er unglingalandsliðsmaður í blaki). Svo er ég nýhættur í tennis.
Ef þú yrði að velja milli blaks og golfsins hvort yrði ofan á? Golf.
Hver er uppáhaldsmatur, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmaturinn minn er kjöt; uppáhaldsdrykkurinn er appelsínudjús; uppáhaldstónlistin er mjög fjölbreytt; ég á margar uppáhaldskvikmyndir t.d. Sherlock Holmes II og uppáhaldsbókin er The Hobbit eftir JRR Tolkien.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? KK: Rory McIlroy og Kvk.: Yani Tseng.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Í pokanum hjá mér er TaylorMade R-11 dræver og TaylorMade 3 og 5 tré, PING I-15 pw-4 , PING I15, 60°, 56° og 52° wedge-ar og Odessey pútter.Uppáhaldskylfan er dræver.Hefir þú verið hjá golfkennara? Já, hjá Derrick Moore.
Ertu hjátrúarfullur? Ef mér gengur vel með ákveðnum bolta þá nota ég hann aftur annars er ég ekki mjög hjátrúarfullur.
Hvert er meginmarkmiðið í golfinu og hvert er meginmarkmiðið í lífinu? Í golfinu er það að komast á PGA og í lífinu að vera hamingjusamur.
Hvað finnst þér best við golfið? T.d. allar þrautir sem þarf að glíma við. Það er gaman að geta stjórnað boltanum eins og manni sýnist.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andlegur (í keppnum)? Ég reyni bara að vera ekki stressaður og ekki pirraður fyrir mót; svona um 80%.
Hefir þú eitthvað gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Já, að vera þolinmóðir.
Spurning frá fyrri kylfing, sem var í viðtali hjá Golf 1 (Ágúst Húbertssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Golfklúbbsins Keilis):
Hversu margar erni hefir þú fengið? Svar Ragnars Más: Svona 10.
Getur þú komið með spurningu fyrir næsta kylfing sem Golf 1 tekur viðtal við?
Spurning Ragnars Más: Ertu oft pirraður úti á golfvelli?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024