Viðtalið: Ragnheiður Matthíasdóttir, GSS.
Það er Ragnheiður Matthíasdóttir, GSS, sem er viðmælandi Golf 1 að þessu sinni. Hún var endurkjörin gjaldkeri GSS á aðalfundi klúbbsins, sem haldinn var 24. nóvember s.l. Í gjaldkeratíð Ragnheiðar hefir GSS blómstrað en reksturinn sýndi 3 milljón króna hagnað á síðasta ári. Rekstrartekjur námu tæplega 22 milljónum króna og gjöld voru um 19 milljónir. Hér sýnir Ragnheiður á sér hina hliðina, en fyrir utan að vera góður gjaldkeri er hún frábær kylfingur. Svo eru ekki allir kylfingar sem eru með geimskip í pokanum. Hér fara spurningar Golf 1 og svör Ragnheiðar.
Fullt nafn: Ragnheiður Matthíasdóttir.
Klúbbur: GSS
Hvar fæddistu? Í Reykjavík.
Hvar ertu alin upp? Í Reykjavík.
Fjölskylduaðstæður? Er einhver í fjölskyldunni í golfi? Ég er gift og á 3 syni. Maðurinn minn er í golfi, en ekki synir.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Fyrir 15 árum þegar ég eignaðist fyrsta golfsettið mitt. En það er aðeins síðustu 5 ár sem ég hef verið í þessu af krafti.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Maðurinn minn byrjaði … ég elti hann – Ég tók eftir hvað þetta tók mikinn tíma og því fór ég með.
Hvað starfar þú? Ég er grunnskólakennari í Árskóla.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Strandvelli.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Holukeppni er meira spennandi.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Fyrir utan Hlíðarendann (á Sauðárkróki) er það Kiðjaberg.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Það er gaman að spila á Englandi og Skotlandi þó ég hafi farið mest til Spánar.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Ég man eftir einum Stoney Brooke við Orlando. Hann er spes fyrir þær sakir hversu langt er á millli teiga. Ég keyrði lengi dags og var að velta því fyrir mér hvort ég væri ekki bara komin út af vellinum.
Hvað ertu með í forgjöf? 11,9.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? Á Sauðárkróki laugardaginn fyrir 2 vikum (þ.e. í júní 2011) var ég á 82 höggum. Ég fékk 41 punkt og lækkun úr 13,4 í 11.9 í opnu móti.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Ég er ekki með nein afrek nema… jú ég verð að segja frá móti, sem skemmtilegt var að vinna. Þetta var boðsmót -ATRIX 2 daga lokað mót. Þetta var það mót sem mig langaði mest að vinna og ég var búin að taka þátt 6 sinnum, þannig að þegar það loksins tókst var það persónulegt afrek.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Flatköku með hangikjöti.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, já ég hef verið í skokkinu og hleyp maraþon.
Hver er uppáhaldsmatur, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmaturinn minn er nautalund; uppáhaldsdrykkur: Sítrónu Egils Kristall; uppáhaldstónlist: melódískur jazz; uppáhaldskvikmyndin mín er Forest Gump og uppáhaldsbókin er Hreinsun eftir Sofi Oksanen.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kven-og 1 karlkylfing? Kvk.: Maria Hjorth. Kk.: Lee Westwood.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Geimskipið þ.e. dræverinn minn- Cobra járnasett – 60° Cleveland – 34° og 26° hybrid – Taylormade pútter. Kylfan sem er í uppáhaldi hjá mér er geimskipið mitt – Cobra dræverinn, sem ég keypti fyrir þó nokkru síðan úti í Kanada – Hausinn er stór og mér líður vel með hann og slæ langt með honum.
Ertu hjátrúarfull? Nei – reyndar eitt sem er ekki til góðs – Þegar mér gengur vel vil ég ekki að talað sé um það ef eitthvað er verið að ræða það, því þá held ég að allt gangi á afturfótunum eftir það.
Hvert er meginmarkmið í lífinu? Halda heilsu og velgengni fyrir mig og mína.
Hvað finnst þér best við golfið? Á golfvellinum á ég mínar bestu stundir. Það er bara það að leggja af stað í góðum félagsskap, þá líður mér best. Þetta er stórkostleg vellíðan sem erfitt er að skýra út.
Spurning frá síðasta kylfing (Gunnari Magnúsi Sandholt, GSS) sem var í viðtali hjá Golf 1:
Hefur þú einhvern tímann verið meira en 6 tíma í golfi? Svar Ragnheiðar: Já, en það var ekki mín sök því ég spila mjög hratt – var í kvennamóti og hringurinn tók eitthvað aðeins lengur en 6 tíma.
Getur þú komið með spurningu fyrir næsta kylfing sem Golf 1 tekur viðtal við? Hvað gerir þú þegar þú lendir í töf á golfvelli?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024