Viðtalið: Rúnar Arnórsson, GK.
Um miðjan maí, þegar allt var að vakna til lífsins þetta herrans ár 2011 fór Golf 1 af stað með að taka viðtöl við íslenska kylfinga, þ.e. leggja fyrir þá nokkrar staðlaðar spurningar, með örlitlum frávikum í hvert sinn. Hér fer eitt af fyrstu viðtölunum, en viðmælandi er Rúnar Arnórsson, afrekskylfingur, í Golfklúbbnum Keili, í Hafnarfirði.
Fullt nafn: Rúnar Arnórsson
Klúbbur: Golfklúbburinn Keilir (GK), Hafnarfirði.
Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Reykjavík, 11. júní 1992. Svo bjó ég fyrstu 3 árin í Danmörku.
Hvar varstu alinn upp? Í Hafnarfirði.
Fjölskylduaðstæður? Ég bý heima hjá foreldrum mínum. Ég á eina systur, Signýju og bróður sem er fluttur út.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? 9-10 ára.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Ég fann kylfur niðri í geymslu, sem bróðir minn átti en hann hafði farið á golfnámskeið. Ég fór með þær út í garð og fór að sveifla og síðan bara tók eitt við af öðru.
Hvað starfar þú? Ég er nemi í Flensborg.
Hvort finnst þér skemmtilegra að spila skógar- eða strandvöll? Skógarvöll.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Veit ekki alveg – höggleikur.
Uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Hvaleyrin.
Uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Bled í Slóveníu. Hann er bara flottastur.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Bled í Slóveníu, af því að hann er uppi í hlíð í fjalli.
Hvað ertu með í forgjöf? 0,3
Hefir þú verið hjá golfkennara og ef svo er hverjum? Ég hef verið hjá Bjögga (Björgvini Sigurbergssyni) og Sigga Palla (Sigurpáli Geir Sveinssyni).
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 67 á Costa Ballena og Leirunni og 66 í Vestmannayeyjum.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Að vinna sveitakeppni fullorðna 16 ára fyrir 3 árum.
Hvaða nesti ertu yfirleitt með í pokanum? 2 samlokur 2 banana, einhverja orkustöng, kókómjólk og vatn.
Hefur þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, handbolta og fótbolta.
Uppáhaldsmatur? Grænmetisbakan hennar mömmu.
Uppáhaldsdrykkur? Ísköld kókómjólk og vatn.
Uppáhaldstónlist? Ég er alæta á tónlist. Það fer bara eftir stað og stund.
Uppáhaldskvikmynd? Þær eru margar – það eru nokkrar sem mér finnst rosalega góðar, en sú sem kemur upp í hugann er Gladiator.
Uppáhaldskylfingur kvenkyns og karlkyns? Kvk: Signý Arnórsdóttir. Kk.: Lee Westwood, Tiger og Bjöggi (Björgvin Sigurbergsson).
Hver er uppáhaldskylfan þín? Það er 3-tréð og 3-járn-ið og svo pútterinn.
Af hverju eru þessar kylfur í uppáhaldi? Ég tel mig geta slegið ágæt högg með þeim og treysti á þær.
Hvað finnst þér best við golfið? Það er alltaf eitthvað nýtt og nýtt sem maður lendir í – Þetta er svo mikið andlegt sport – svo er það útveran og það að öll fjölskyldan getur verið í þessari íþrótt saman, en pabbi og mamma fylgja okkur Signýju oft á vellinum.
Hvað er í pokanum hjá þér? Nike Dræver; Sasquash 3tré og (5 tré), járn: 3-PW Victory Red Combo, Victory Red wedgar og Titleist Scotty Camron pútter.
Að lokum: Hver eru helstu markmið þín í golfinu? Þau eru óráðin – Ég hef mín markmið, en kýs að halda þeim fyrir mig.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024