Viðtalið: Steinunn Sæmundsdóttir, GR.
Viðtalið í kvöld er við Steinunni Sæmundsdóttur, GR, tvöfaldan Íslandsmeistara í flokki 50+ árið 2011 og árið 2010, 9 faldan klúbbmeistara kvenna í GR og 12 faldan Íslandsmeistara á skíðum. Steinunn var fyrst kvenna valin íþróttamaður Reykjavíkur árið 1980 og er varla neinn kveníþróttamaður Íslands betur að þeim heiðri kominn. Steinunn byrjaði aftur að spila golf sumarið 2010 eftir mikil veikindi í kjölfar slyss og strax það sumar vann Steinunn tvívegis á Íslandsmóti. Hér fer viðtalið við Steinunni Sæmundsdóttur:
Fullt nafn: Steinunn Sæmundsdóttir.
Klúbbur: GR.
Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Reykjavík, 28. nóvember 1960.
Hvar ertu alin upp? Ég er alin upp í Hvassaleitinu.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég er einstæð og á 4 börn og 4 barnabörn. Börnin mín eru þau Sigrún Ása 12 ára; Sandra Rós 16 ára; Hlynur Heiðar, 28 ára, sem á tvo stráka Hlyn Viðar 3 ára og Henrik Viðar 2 ára og Sæunn Ágústa, 29 ára, sem á Jóhannes Viðar 5 ára og Steinunni Lilju 3 ára. Það var Óskar bróðir minn, sem var aðaldriffjöðurin í golfinu – víð vorum bæði í landsliðinu á sínum tíma. Ég stal pútternum frá honum og byrjaði að æfa mig með því að pútta í glas. Af börnunum mínum hefir Hlynur mest spilað golf, hann er að byrja aftur en spilaði meira sem barn og unglingur. Dæturnar eru ekki í golfi, en voru það þegar þær voru yngri.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég byrjaði 14 ára og gekk í GR 1974. Það var samt ekki fyrr en 1979, sem ég byrja í raun að æfa og síðan var ég að spila á hverju ári, á árunum 1979-1990.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Ég byrjaði að draga fyrir Óskar, bróður minn og þá fékk ég áhuga á að prófa sjálf, þetta kom svoleiðis. Ég fór nokkrum sinnum að sumri og síðan vorum ég og systir mín skráðar í klúbbinn (GR) árið 1977. Þegar ég var 13-16 ára æfði ég frjálsar, var í spretthlaupi, boðhlaupi, langstökki og hástökki í Frjálsíþróttadeild Ármanns og eins var ég í Skíðadeild Ármanns og keppti á skíðamótum.
Hvað starfar þú? Ég er sjúkraþjálfari að mennt og beiti „Manual Therapy“ í „Heil og sæl.“
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Strandvelli. Við erum vanari þeim þó skógarvellirnir séu fallegri. Skógarvellirnir eru ekki eins harðir og trén trufla mann svolítið.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Höggleik, það eru svo fá mót sem maður keppir í holukeppni þó það sé skemmtilegt fyrirkomulag þá er maður vanari hinu – holukeppni er skemmtileg tilbreyting.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Grafarholtið er skemmtilegast af því að maður ólst upp hérna, maður á heima hérna.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? St. Cloud við París – hann er erfiður og krefjandi en rosalega fallegur; ég myndi vilja fara aftur og spila hann, án þess að vera að keppa. (Innskot: Sjá má heimasíðu St. Cloud með því að smella HÉR:)
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Það er völlur í South-Surrey á Englandi. Flatirnar þar eru ótrúlegar. Það var ekki fyrr en á 3. degi að ég fattaði hvernig ætti að skoða púttlínuna; landslag var svo mikið í flötunum. Þegar maður púttaði í eina átt fór boltinn í hina. Ég man enn eftir þegar ég kom í hús eftir 1. hringinn þá spurði pro-inn í golfbúðinni: „Hvernig gekk að pútta?“
Hvað ertu með í forgjöf? 5,5
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? Lægsta skorið eru 74 högg. Síðan var það 2005-2006 að ég paraði Bakkakotsvöll.
Hvert er lengsta drævið þitt? Veit það ekki – Það er um/ yfir 200 metra.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Það eru Íslandsmeistaratitlarnir mínir í golfinu 2, árið 2011 og 2 árið 2010 í 50+. Síðan varð ég Íslandsmeistari kvenna 1986 og 1988.
Hvaða nesti ertu yfirleitt með í pokanum? Banana, flatkökur með osti, gulrótardjúsblöndu, rauðrófu eða eitthvað grænmeti og vatn (nóg af því!)
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Frjálsum, skíðum og karate (Var í því til 16 ára aldurs). Síðan byrjaði ég í blaki þegar ég slasaði mig á hestbaki 1991 og varð að hætta í golfi vegna höfuð- og hálsáverka. Ég þoldi ekki snúningana í golfinu – mágkona mín plataði mig með sér í blak. Ég var í því í nokkur ár og á Íslandsmeistaratitla í 2. deild öldungaflokks í blaki.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmaturinn minn er nautalund og bakaðar kartöflur með bearnaise ; uppáhaldsdrykkurinn er vatn, ég drekk mest af því; uppáhaldstónlistin er lofgjörðar-og gospeltónlist; uppáhaldskvikmynd er „Pay it Forward“ en annars en Sandra Bullock uppáhaldsleikkonan mín og uppáhaldsbókin mín er „Listin að stjórna sínu eigin lífi” en það er grípandi og frábær sjáfshjálparbók. Ég les mikið andlegar, trúarlegar og sjálfsstyrkjandi bækur.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Kvk. Ragga Sig / hún er frænka mín og Kk: Birgir Leifur.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Í pokanum hjá mér eru 14 kylfur, 1 kúluveiðari, regnfötin, derið sólgleraugun – Þegar þú ert komin í 50+ eru það sjóngleraugun í styrk 2, tíin og hanskarnir. Uppáhaldskylfan mín er dræverinn.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já, í upphafi var ég hjá John Nolan og síðan hef ég verið hjá Drummond, Garner, Brynjari Eldon og Árna í Pro-Golf.
Ertu hjátrúarfull? Nei, það er ekki neitt sérstakt, sem ég verð að vera í eða svoleiðis. Ég bið bænirnar mínar og bið um styrk og gott gengi og vernd. Ég tala sjálf við mig, nota sjálftal. Það er um að gera að vera róleg og einbeitt og trúa og treysta á það sem þarf að gera.
Hversu stór hluti er andlegi þátturinn í golfinu þínu? Andlegi hlutinn spilar gríðarlega mikið inn í. Þegar hugurinn er ekki rólegur þá gengur manni ekki vel. Það verður að stilla hugann rétt og vera einbeittur og bara rólegur í því sem maður er að gera. Það skiptir öllu máli. Með góðri æfingu kemur tæknin, en það verður að stilla hugann – ef stefnt er á sigur er það, það sem maður þarf að gera þ.e. að stilla hugann rétt. Ef maður heldur ekki haus þá gengur ekki vel.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Meginmarkmið í golfinu er að hafa alltaf leikgleðina og hafa gaman af golfinu – skemmta sér þó maður sé að keppa – ef leikgleðin er ekki þá gengur manni ekki eins vel. Meginmarkiðið í lífinu er bara að fjölskyldunni minni börnum og barnabörnum og pabba vegni vel og allir lifi hamingjusömu lífi og haldi heilsu og þurfi ekki að kljást við heilsubrest. Það er grunnurinn að góðu lífi bæði líkamlegu og geðheilsu – það er grunnurinn að hamingju.
Hvað finnst þér best við golfið? Það hversu góð líkamsrækt það er. Þetta er skemmtileg og góð útivera – maður fer út í hvaða veðri sem er (næstum því öllu).
Hefir þú eitthvað gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Maður verður að æfa meira heldur en að spila – framfarir koma með æfingu – það verður að æfa hugann – stilla hugann rétt og vera með jákvætt hugarfar – vera einbeittur og trúa og treysta á sjálfan sig og æðri mátt.
Að síðustu:
Spurning frá fyrri kylfingi, sem var í viðtali hjá Golf 1 (Stefáni Teit Þórðarsyni, GL): Hvaða golfmóti langar þig næst til að spila á?
Svar Steinunnar: Kvennamót / innanfélagsmót. (Innskot: þegar viðtalið var tekið síðsumars 2011 var Steinunn að fara út í Vestmannaeyjar að taka þátt í sveitakeppni GSÍ í flokki eldri kylfinga 2011. – Steinunn sagðist hlakka til hún hefði ekki spilað í Vestmannaeyjum síðan 1998… og viti menn sveit GR með Steinunni innanborðs sigraði – spilaði úrslitaleikina gegn sveit GS! )
Geturðu komið með spurningu fyrir næsta kylfing?
Spurning Steinunnar: Notarðu þjónustu íþróttasálfræðinga?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024