Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2013 | 22:55

Vijay Singh hefir viðurkennt að hafa notað ólögleg efni

Vijay Singh, sem löngum hefir verið ausinn lofi fyrir sterkt vinnusiðferði viðurkenndi í grein í Sports Illustrated (SI), sem birtist nú í vikunni að hafa notað ólögleg efni. Hér má sjá hluta úr umræddri grein SMELLIÐ HÉR: 

Í blaðagrein SI er sjónum beint að fyrirtækinu S.W.A.T.S. – Sports with Alternatives to Steroids – sem selur efni m.a. í sprey og flöguformi sem hjálpa íþróttamönnum að bæta frammistöðu sína (efnið er í nokkru sem nefnist deer antler spray og hologram chips upp á ensku).

Skv. blaðagreininni borgaði Singh, sem verður 50 ára í næsta mánuði, fyrirtækinu  $9,000 s.l. nóvember fyrir efnin ólöglegu.   Hann sagðist hafa notað efnið í sprey-formi „á nokkurra tíma fresti…. á hverjum degi.“

Í sprey-inu er efni sem inniheldur IGF-1 (insulin), sem hefir áhrif á vöðvavöxt og er bannað í öllum helstu atvinnumótaröðum heims, þ.á.m. PGA Tour.

Árið 2011 varaði PGA Tour leikmenn mótaraðarinnar við sprey-inu.

Singh hefir að öðru leyti neitað að tjá sig um málið að svo stöddu.