Hver er kylfingurinn: Suzann Pettersen? (4. grein af 4)
Hér er komið að 4. og síðustu greininni um norska kylfinginn Suzann Pettersen. Tæpt verður á því helsta í ferli Suzann s.l. 2 ár:
2010
Suzann varð í 2. sæti 6 sinnum á LPGA Tour, árið 2010, en tókst ekki að landa sigri.
2011
Pettersen vann bug á 20 mánaða sigurleysi í maí 2011, þegar hún sigraði á Sybase Match Play Championship í,Hamilton Farm Golf Club í New Jersey. Hún spilaði í köldu, rigningarveðri og vann alla 6 leiki sína á 4 dögum og sigraði m.a. nr. 1 á heimslistanum, Yani Tseng í fjórðungsúrslitum og Cristie Kerr í úrslitaleiknum. Snemma í ágúst vann hún Ladies Irish Open á LET á samtals 18 undir pari, 198 höggum og átti 6 högg á næsta keppanda. Þetta var fyrsti sigur Pettersen á LET í 3 ár, síðasti sigur hennar var í sama móti þegar spilað var á Portmarnock Links. Tveimur vikum seinna sigraði Pettersen aftur á LPGA í Safeway Classic í Oregon. Hún náði að vinna upp 9 högg á lokahringnum; var á skori upp á 7 undir pari á lokahringnum, 64 höggum og knúði fram bráðabana við Na Yeon Choi, sem hún vann síðan á pari en NY sló boltann sinn í vatn og fékk skramba. Með sigri sínum komst hún í 2. sæti Rolex-heimslista kvenna og sat þar – aðeins Yani Tseng var henni fremri.
2012
Snemma árs 2012 var Suzann í fréttunum vegna þess að hún slappaði af heima í Noregi yfir jólin, en „afslöppunin” fólst í heilmiklum skíðferðum og innanhústennis, en Suzann er oft mikið í fréttum fyrir heilsuræktina sem hún stundar, en hún þykir meðal þeirra kylfinga LPGA, sem eru í besta forminu. Einna helst hefir Suzann vakið athygli á sér það sem af er árs 2012 með því að koma nakin fram í ESPN Magazine the Body Issue í júlí s.l.
Hvað árangur á golfvellinum varðar þá deildi Suzann t.a.m. 12. sætinu í Mobile Bay LPGA Classic í apríl 2012. Hún leiddi á US Women´s Open risamótinu þegar mótið var hálfnað en lauk kepni T-9.
Þetta er búin að vera saga ársins, hún kemst í gegnum niðurskurð og er á topp-20 í flestum mótum, ofarlega á skortöflunni, en sigrar ekki – það sem af er (en 4 mánuður eru jú eftir og enn sjéns á sigri). Sem stendur er Suzann Pettersen í 6. sæti á Rolex-heimslistanum. Á undan henni á heimslistanum eru Yani Tseng (1.sæti); Stacey Lewis (2. sæti); Na Yeon Choi (3. sæti); Shashan Feng (4. sæti) og Ai Miyazato (5. sæti).
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024