F.v.: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR; Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2012 | 14:30

Íslenska landsliðið í 39. sæti á heimsmeistaramóti áhugamanna – Lydia Ko í 1. sæti í einstaklingskeppninni eftir 3. dag

Þriðja hring á heimsmeistaramóts áhugamanna kvennalandsliða lauk í Antalya í Tyrklandi í dag. Þátttakendur eru 157 frá 53 þátttökuþjóðum og er keppt um hinn fræga Espirito Santo Trophy, sem keppt hefir verið um frá árinu 1964.

Íslenska landsliðið skipað þeim Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK; Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR og Valdísi Þóru Jónsdóttur, GL, er í 39. sæti.

Ólafía Þórunn spilaði best af íslensku þátttakendunum í dag; er samtals á 9 yfir pari, 225 höggum (79 70 76) og er ásamt 5 öðrum kylfingum í 66. sæti í einstaklingskeppninni, fyrir lokahringinn, sem leikinn verður á morgun.

Valdís Þóra spilaði á samtals 14 yfir pari, 230 höggum (77 76 77) og deilir 92. sætinu með 5 kylfingum í einstaklingskeppninni eftir 3. dag

Guðrún Brá hefir samtals leikið á 21 yfir pari, 237 höggum (79 80 78) og er  í 123. sæti ásamt 2 öðrum kylfingum í einstaklingskeppninni eftir 3. dag.

Í 1. sæti í einstaklingskeppninni er 15 ára telpa frá Nýja-Sjálandi, sem er í 1. sæti á heimslista áhugamanna, en þar er auðvitað á við Lydiu Ko. Hún er buin að spila á samtals 10 undir pari 206 höggum (70 69 67).

Lið Suður-Kóreu er í 1. sæti í liðakeppninni og ái 5 högg á það lið sem er  í 2. sæti, lið Nýja-Sjálands fyrir lokadaginn.

Golf 1 óskar íslenska landsliðinu góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna í einstaklingskeppninni SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá stöðuna í liðakeppninni SMELLIÐ HÉR: