Adam Scott vonsvikinn eftir frammistöðu sína á síðustu 4 holunum á Royal Lytham & St. Anne´s
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2012 | 11:45

Vonsvikinn Adam Scott – myndskeið

Það var búið að taka Adam Scott 10 ár að komast á þennan stað í ferlinum, þar sem hann virtist eiga sigurinn vísann eftir  4 holur… á OPNA BRESKA. Tækfæri sem e.t.v. býðst aðeins einu sinni á golfævinni, sama hvað hver segir. Bara 4 holur eftir. Bara fá par á þær … á eina hefði nægt …. tvær tryggt sigurinn. Það sem gerðist vita allir sem fylgjast með golfi …. allt sem gat farið úrskeiðis fór úrskeiðis hjá Scott og hann glutraði niður tækifærinu á sigri… fékk skolla á allar 4 holurnar.

Talað er um hversu vel Adam Scott hafi borið sig í meðfylgjandi myndskeiði og það er satt. En svipdrættir hans, litarraft (hann virðist ósköp fölur og tekinn) og jafnvel orð hans sýndu svo ekki var um villst hversu ósáttur hann var við sjálfan sig og þá er mildilega til orða tekið.  Hann var í losti, algjöru sjokki.

Hann sagði svo sem alla réttu hlutina, eins og að hann ætlaði sér að taka allt það jákvæða með sér úr þessari reynslu … en hamingjan sanna hvað er jákvætt við síðustu 4 holurnar???

Það er næstum því ógnvænlegt að sjá hann svona rólegan; helst vildi maður sjá hann reka upp villimannslegt öskur til þess að láta hluta af reiðinni út, eðað gráta… því þetta er jú sárt; hann verður að láta erfiðu tilfinningarnar út ….. til þess að geta haldið áfram.  Blaðamannafundurinn eða viðtöl eins og dæmi er um hér að neðan er eflaust ekki rétti vettvangurinn til þess, en miðað við hversu mikið sjokk og áfall hrunið í leiknum og ósigurinn er, er óskandi að hann hafi rétta fólkið í kringum sig til þess að geta tekist á við andlegu hlið golfsins.

Hér má síðan sjá myndskeiðið með Adam Scott, sem fer eins og eldur í sinu um alla golffréttamiðla: SMELLIÐ HÉR: