Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2019 | 07:00

„W“ fékk ás!!!

Fyrrum forseti Bandaríkjanna, George W. Bush fór holu í höggi í fyrsta sinn.

Ásinn kom í gær, miðvikudaginn 20. mars 2019,  á par-3 12. holu Trinity Forest golfklúbbsins í Dallas, þar sem AT&T Byron Nelson PGA Tour mótið fer fram síðar á þessu ári.

Bush, sem er 72 ára, var að spila við forstjóra The Bush Center Ken Hersch og stjórnarmennina Mike Meece og Bill Hickey.

Sjá má mynd af forsetanum fv. og holli hans, sem tekin var í tilefni ássins á Instagram með því að SMELLA HÉR: 

Í texta með myndinni stóð að næsta markmið W í golfinu væri að verða 100 ára gamall þannig að hann gæti spilað á aldri sínum!!!