Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2019 | 13:00

Wallace fer illa m/kaddýinn sinn

Enski kylfingurinn Matt Wallace, sem er núverandi nr. 24 á heimslistanum hlaut mikla gagnrýni þegar myndatökvélar Sky Sports náðu upptöku af honum þar sem hann beitir kylfusvein sinn Dave McNeilly líkamlegu og munnlegu ofbeldi.

Á lokahring  BMW International Open, sást Wallace á Sky Sports þar sem hann var aggressívur við kylfusvein sinn bæði eftir teighögg sitt á löngu par-3 12. brautinni og síðan aftur þegar bolti hans lenti í vatni á 18. teig.

Evróputúrinn lét frá sér fara fréttatilkynningu þar sem sagði m.a. um óásættanlega hegðun Wallace: „Við vitum um þessi atvik og við erum að fara yfir það með málsaðilum.“

Sjaldgæft er að slík hegðun náist á upptöku og eins má úr myndskeiðum lesa orðaskiptin sem Wallace átti við McNeilly eftir teighögg sitt á 18. braut sem hafnaði í vatni.  Þessi bolti reyndist Wallace dýrkeyptur því hann þurfti á fugli að halda, til þess að halda í við forystumenn mótsins, en hlaut þess í stað skolla. Orðin sem Wallace viðhafði eru vægast sagt óviðurkvæmileg.

Áhorfendur á Sky Sport fóru á félagsmiðlana og þar rigndi gagnrýninni yfir Wallace.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hegðun Wallace út á velli hefir vakið atygli og Wallace ritaði jafnvel afsökunarbeiðni í The Evening Standard eftir svipað atvik á The British Masters.

Bestu kylfingar heims gera þetta ekki og því ætti ég þá að gera það,“ var meðal þess sem Wallace ritaði. „Þetta er ekki sú manneskja sem ég er og á þessu andartaki var það bara ástríðan sem greip mig og viljinn að sigra í mótinu.“

Í sl. viku var Wallace einnig gagnrýndur fyrir að fleygja pútternum sínum í átt að poka sínum eftir slaka frammistöðu á Opna bandaríska þannig að golffréttamaður Sky Sports, Rich Beem sagði m.a.:„I’m sorry but I just don’t enjoy watching that. I know you’re intense, but get over yourself.” (Lausleg þýðing: Mér þykir það leitt, en mér þykir bara ekkert gaman að horfa upp á þetta. Ég veit að þú ert ákafur, en náðu taki á sjálfum þér.“)

Í aðalmyndaglugga: McNeilly kylfusveinn Wallace og Matt Wallace á Arnold Palmer Invitational.