Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2014 | 21:30

WGC Cadillac: 30 m pútt Tiger!

Það var ekki margt sem gekk upp hjá Tiger á 2. hring Cadillac heimsmótsins í Doral, Miami.

Hann byrjaði á 10. teig og setti ekki niður fugl fyrr en á par-3 4. holunni, þ.e. á seinni 9 hans þann daginn.

En fuglinn var einkar glæsilegur á þessari 209 yarda (191 metra) par-3 holu.

Tiger púttaði af 92 yarda (u.þ.b 30 metra) færi og boltinn datt!

Hér má sjá myndskeið af púttinu góða SMELLIÐ HÉR: