Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2014 | 18:30

WGC Cadillac: Partrick Reed leiðir e. 1. mótsdag í Doral á 68 höggum

Það er Patrick Reed frá Texas sem er í efsta sæti eftir að tókst að ljúka 1. mótdegi á Cadillac heimsmótinu í Doral, Miami, nú fyrr í dag.

Hann lék hið breytta Bláa Skrímsli á 4 undir pari, 68 höggum!  Á hringnum fékk Reed 7 fugla og 3 skolla.

Aðeins 1 höggi á eftir honum á 69 höggum eru aðrir 6 kylfingar: Harris English, Jason Dufner, Dustin Johnson, Matt Kuchar,  Hunter Mahan og eini evrópski kylfingurinn í topp-7 Francesco Molinari frá Ítalíu.

Rory McIlroy lék á 70 höggum líkt og 5 aðrir kylfingar sem deila 8.-13. sætinu.

Nr. 1 og 2 á heimslistanum; Tiger og Adam Scott gekk ekkert vel á 1. hring; Scott var á 3 yfir pari 75 höggum og Tiger 1 höggi síðri á 76 höggum. Þetta er versti hringur Tiger í þessu móti, sem hann hefir sigrð 7 sinnum, en hann er greinilega ekki búinn að ná sér í bakinu!

Til þess að sjá stöðuna á WGC Cadillac Championship en 2. hringurinn er þegar hafinn SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags SMELLIÐ HÉR: