Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2014 | 23:25

WGC Cadillac: Patrick Reed sigraði!

Það var Patrick Reed, sem stóð uppi sem sigurvegari á WGC Cadillac Championship.

Reed lék á samtals 4 undir pari, 284 högg (68 75 69 72). Þetta er 3. sigur Reed á PGA Tour og í raun 2. sigurinn á skömmum tíma.

Reed vann fyrsta sigur sinn á Wyndham Championship 2013 og síðan á Humana Challenge 19. janúar s.l.

Í 2. sæti urðu þeir Bubba Watson og Jamie Donaldson aðeins 1 höggi á eftir Reed.

Fjórða sætinu deildu þeir Dustin Johnson og Richard Sterne á samtals sléttu pari, hvor.

Tiger Woods hrundi niður skortöfluna varð í 25. sæti, sem hann deildi ásamt Rory McIlroy, Adam Scott og 6 öðrum  á samtals 5 yfir pari, en hann átti slælegan lokahring upp á 76 högg.

Til þess að sjá lokastöðuna á WGC Cadillac Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta WGC Cadillac Championship SMELLIÐ HÉR: