Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2012 | 12:00

WGC: Ian Poulter sigraði á HSBC Champions – hápunktar og högg 4. dags

Árið 2012 virðist vera ár enska kylfingsins Ian Poulter – hetju liðs Evrópu í Ryder Cup og nú sigurvegara á heimsmótinu í Mission Hills í Kína.

Ian Poulter sigraði samtals á 21 undir pari, 267 höggum (69 68 65 65).

Poulter átti 2 högg á þá 4 sem deildu 2. sætinu þá Jason Dufner, Scott Piercy, Ernie Els og Phil Mickelson, sem allir spiluðu á 19 undir pari, 269 höggum.

Louis Oosthuizen og Lee Westwood sem leiddu fyrir lokahringinn urðu að láta sér lynda að deila 6. sætinu, en báðir áttu „afleita“ lokahringi sem ekki dugðu til sigurs, báðir voru á parinu, 72 höggum, sem ekki dugir þegar aðrir fara langt undir par.

Adam Scott var í 8. sæti á samtals 17 undir pari, Martin Kaymer var í 9. sæti á samtals 16 undir pari og Bill Haas í 10. sæti á samtals 15 undir pari.

Til þess að sjá úrslitin á HSBC Champions í Mission Hills SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á HSBC Champions SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 4. dags sem Ian Poulter átti á HSBC Champions SMELLIÐ HÉR: