Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2012 | 08:30

WGC: Louis Oosthuizen stingur hina af þegar HSBC Champions er hálfnað – myndskeið

Louis Oosthuizen leiðir á WGC-HSBC Champions mótinu á Lake Malaren í Kína þegar mótið er hálfnað.  Hann er búinn að stinga hina af, á 5 högg á næstu kylfinga þá Adam Scott og Ernie Els, sem deila 2. sætinu.

Oosthuizen er búinn að spila á samtals 16 undir pari, 128 höggum (65 63).  Hann ásamt Els voru á besta skorinu í nótt heilum 9 undir pari. Skorkortið hans var skrautlegt hann var með örn, 8 fugla, 8 pör og 1 skolla.

Fjórða sætinu deila Jason Dufner og Shane Lowry á samtals 10 undir pari, 134 höggum. Enn einu höggi á eftir á samtals 9 undir pari, 135 höggum hvor eru þeir Phil Mickelson og Dustin Johnson.

Til að sjá stöðuna eftir 2. dag WCG-HSBC Champions SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá myndskeið af glæsierni Oosthuizen SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá myndskeið af viðtali við Oosthuizen eftir glæsihring hans í morgun í Kína SMELLIÐ HÉR: