Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2019 | 09:00

WGC Mexíkó: Flott högg Tiger á 2. hring

Tiger Woods var á 5 undir pari á 2. hring sínum í gær, föstudaginn á WGC-Mexico Championship í Club de Golf Chapultepec í Mexiíkó City, þegar hann tíaði upp á par-4-9. holunni, síðustu holu sinni þann dag.

Eftir að hafa hitt 11 af 13 fyrstu brautum sínum þá notaði Tiger járn af teig og höggið lenti í hægri brautarglompunni.

Hann átti eftir 135 yarda (123,4 metra) að pinna og tók upp 9-járnið sitt og sagði eftir á að honum hefði fundist hann þurfa slæs til þess að komast upp úr bönkernum. Þannig að hann opnaði og gaf þessu eins mikið „cut“ og hann mögulega gat og …. viti menn töfrahögg Tiger staðreynd.

Eins og eitthvað frá árinu 2000!!!

Boltinn lenti 11 fet (3,3 metra) frá holu … og Tiger rétt missti fuglapúttið …. en bjargaði skorinu sínu 5 undir pari, sem varð til þess að hann var meðal efstu 10 eftir 36 holur, 6 höggum á eftir efsta manni, Dustin Johnson.

Sjá má töfrahögg Tiger með því að SMELLA HÉR:

Í dag mun Tiger spila með Charles Howell III og Tyrrell Hatton og tíar upp á undan lokahollinu sem í eru DJ, Matt Kuchar and Rory McIlroy.