Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2019 | 02:00

WGC Mexíkó: Rory efstur e. 1. dag

Það er Rory McIlroy, sem vermir efsta sætið á heimsmótinu í Mexíkó sem hófst í dag í Mexíkó City.

Rory lék á 8 undir pari, 63 höggum á fremur skrautlegum hring; fékk 1 örn, 7 fugla, 9 pör og 1 skolla.

Í 2. sæti er Dustin Johnson, 1 höggi á eftir þ.e. á 64 höggum. Þriðja sætinu deila síðan Matt Kuchar og Justin Thomas á 5 undir pari, 66 höggum.

Jordan Spieth er langt frá sínu besta, með pabba sinn á pokanum, en hann er T-58, á 4 yfir pai, 75 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á heimsmótinu í Mexíkó SMELLIÐ HÉR: