Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2014 | 12:30

Wie framlengir samning við Kia

Ladies Professional Golf Association (LPGA) Tour kylfingurinn Michelle Wie og Kia Motors America, framlengdu samning Wie við fyrirtækið til margra ára.

Samningurinn var upphaflega gerður til 4 ára, þ.e. stofnað til hans 2010 segir m.a. að Michelle Wie gegni hlutverki alþjóðlegs talsmanns fyrirtækisins. Hún hefir margorft komið fram opinberlega í kynningar- auglýingar eða markaðshlutverki fyrir fyrirtæið.

Michelle Wie er sem stendur í 41. sæti Rolex heimslistans. Hún mun vera með auglýsingu frá Kia á golfpokanum sínum þar sem eftir er 2014 keppnistímabilsins. Hún mun í fyrsta sinn vera með slíkan poka á morgun þegar hún hefur leik á hinu árlega Kia Classic Tournament á Aviara golfvellinum í Kaliforníu. Á mótinu mun líka nýjasta Kia bifreiðin K900 árg. 2015 verða kynnt, sem opinber bíll LPGA.

Tim Chaney, varaforseti markaðsdeildar Kia Motors America, sagði m.a. við þetta tækifæri „Michelle  hefir hæfileika og  ungan, dýnamískan stíl með metnað fyrir glæsileika og mikið keppnisskap á LPGA  og hún hefir hjálpað til við að auglýsa vörumerki okkar með því að laða að yngri kaupendur og aðdáendur Kia bifreiða.“

„Þó að þetta sé strategísk samvinna þá hlökkum við til að fylgjast með Michelle skara fram úr á túrnum og sýna þau gildi sem hún deilir með Kia og LPGA fyrir framan vaxandi fjölda golfáhangenda.“