Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2019 | 20:00

Wilson dregur sig úr móti vegna reglubrots

Mark Wilson hefir nú á síðustu tímum átt ansi mögur ár á PGA Tour.

Hinn 5faldi sigurvegari á PGA Tour (Wilson) hefir sveiflast á milli PGA og Korn Ferry mótaraðarinnar sl. 3 ár og hefir aðeins spilað í fáum mótum og náð enn færri niðurskurðum.

Þannig að í ljósi þess er það sem hann gerði sl. helgi á Barracuda Championship enn virðingarverðara.

Fyrir lokahringinn á mótinu fór Wilson á Twitter og tilkynnti að hann yrði að draga sig úr móti þar sem flatarbók hans stæðist ekki reglu 4.3 um heimilan golfútbúnað.

Þegar Wilson dró sig úr mótinu vegna reglubrotsins var hann T-51 og var við það að fá stærsta tékka ársins fyrir árangur sinn í PGA Tour móti, en þetta var aðeins 3. PGA Tour mótið sem Wilson tók þátt í á árinu.

Wilson tekur hvorki þátt í PGA Tour né Korn Ferry Tour móti í þessari viku.