Women’s Open 2021: Skandinavar í forystu e. 3. dag
Síðasta kvenrisamót ársins fer nú fram á Carnoustie linksaranum í Skotlandi og stendur dagana 19.-22. ágúst 2021.
Fyrir lokahringinn eru Skandinavar með forystu; þ.e. efsta sætinu deila Anna Nordqvist frá Svíþjóð og Nanna Koertz Madsen frá Danmörku.
Þær hafa báðar spilað á 9 undir pari, 207 höggum.
Fast á hæla þeirra er hin mexíkansk-bandaríska Lizette Salas , á 8 undir pari, 208 höggum, en hún er á höttunum eftir 1. risatitli sínum, líkt og Koertz Madsen.
Nordqvist á 2 risatitla í beltinu, en þessi sigur er henni mikilvægur sem liður í að ná að sigra í öllum 5 risamótum kvennagolfsins á ferlinum. Fyrir hefir hún sigrað í Women´s PGA Championship (2009) og Evían Championship (2017).
Skandinavar eiga síðan 2 kylfinga sem eru T-4 ásamt heimakonunni og áhugakylfingnum skoska Louise Duncan og Lexi Thompson frá Bandaríkunum. Þetta eru þær Sanna Nuutinen frá Finnlandi og Madelene Sägström frá Svíþjóð. Þær hafa allar spilað á samtals 7 undir pari og eiga því enn góðan sjéns á sigri í þessu risamóti.
Ekki kemur á óvart að Duncan 21 árs, sé ofarlega á skortöflunni, því hún er öllum hnútum kunnug á Carnoustie (sagði í sigurviðtali eftir Women’s Amateur Championship þ.e. eftir sigur á Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur 9&8) að hún hefði spilað mikið þar áður fyrr.
Fljótt skipast veður í lofti, því þær sem voru í forystu í hálfleik hafa færst niður skortöfluna; Georgia Hall er nú T-8 ásamt 6 öðrum kylfingum (á samtals 6 undir pari) – á enn möguleika á að sigra – er 3 högg á eftir forystunni og Mina Harigae er T-27 ásamt 5 öðrum kylfingum (á samtals 3 undir pari) og næsta vonlítið að hún nái að sigra í mótinu.
Sjá má stöðuna á AIG Women´s Open 2021 með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024